fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Sigurlaug lýsir konunum sem fara í fóstureyðingu eftir 16. viku: „Sennilega mun barnið einnig þurfa þola barsmíðar“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 2. nóvember 2018 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlaug Benediktsdóttir er fjörutíu og fimm ára gömul, þriggja barna móðir sem starfað hefur sem fæðingarlæknir síðastliðin fimmtán ár á Íslandi og Svíþjóð.

Sigurlaug skrifaði opið bréf til Ingu Sæland sem birtist upphaflega á Vísi fyrr í morgun. Í bréfinu skrifar Sigurlaug hugleiðingar sínar varðandi hið umrædda frumvarp um breytingar á fóstureyðingarlöggjöf.

„Í starfi mínu sem fæðingalæknir reyni ég af fagmennsku og samkennd að mæta öllum mínum skjólstæðingum með þau ólíku vandamál sem þungun og fæðingu fylgir. Allt í því augnamiði að móðir og barn komist sem best í gegnum þetta flókna ferli sem meðgangan og fæðingin er.“

Segir Sigurlaug flestar meðgöngur og fæðingar ganga vel fyrir bæði móður og barn en að stundum geti vandamálin verið stór og flókin.

„Það verður ekki við allt ráðið. Það er þungi parturinn af vinnunni minni. Þrátt fyrir að vinnan sé krefjandi og stundum sorgleg, þá er hún óskaplega gefandi og gleðistundirnar mun fleiri en þungu stundirnar.“

Tekur fram þrjú erfið dæmi

Með það í huga vill Sigurlaug vekja athygli Ingu á litlum hópi kvenna. Þær konur sem leita á kvennadeildina eftir 16. viku þungunnar með það í huga að óska eftir fóstureyðingu vegna félagslegra aðstæðna þeirra. Tekur Sigurlaug fram þrjú dæmi sem hún segir vera týpísk og hún kannist við í gegnum starf sitt.

„30 ára gömul kona, tveggja barna móðir, með langa sögu um óreglu – áfengis og fíkniefnaneyslu. Hún á 6 og 8 ára gamla syni sem hún hefur misst forræðið yfir fyrir nokkrum árum, vegna vanrækslu. Hún hefur verið í blandaðri neyslu alla meðgönguna og býr hjá vinum (heimilislaus). Hún hefur ekki hugmynd um hvenær hún var með síðustu blæðingar en gerði þungunarpróf í gær og komst að því að hún væri ólétt. Hún leitar til félagsráðgjafa deildarinnar til að sækja um fóstureyðingu og við sónarskoðun kemur í ljós að hún er gengin 18 vikur. Ég þarf að staðfesta lengd þungunar og segja þessarri konu að hún geti því miður ekki rofið þessa þungun heldur verði að ganga með þetta barn. Hver er framtíð þessa barns? Hver á að sjá um þessa heimilislausu konu á meðgöngunni sem hefur engin plön/vilja til að hætta fíkniefnaneyslu. Við hvaða aðstæður hefur þetta fóstur þroskast fyrstu og viðkvæmustu vikurnar? Ef kona hefur misst frá sér 2 börn áður, hversu erfitt er ekki að missa enn eitt barnið frá sér, því það eru litlar líkur á því að hún haldi þessu barni eftir fæðinguna.“

Í seinni tveimur dæmunum segir Sigurlaug frá þrettán ára gamalli stúlku sem gengin er sautján vikur en fær neitun um fæðingarrof ásamt tuttugu og átta ára gamalli erlendri konu sem búið hefur með ofbeldismanni í þrjú ár sem ekki má vita af þunguninni en fær einnig neitun.

„Ef hún eignast þetta barn mun hún tengjast þessum ofbeldismanni um alla tíð, sennilega mun barnið einnig þurfa þola barsmíðar af hans hendi og hún getur ekki hugsað sér aðra leið út úr þessu en að rjúfa meðgönguna og reyna að koma sér burt úr þessu sambandi.“

Segir Sigurlaug allt tal um getnaðarvarnir á stundum sem þessum vera móðgun og segist hún aldrei muna sitja fyrir framan konur í svipuðum aðstæðum og segja við þær að þær hefðu átt að hugsa fyrir getnaðarvörnunum.

Konur sem leita eftir þungunarrofi eftir 12 vikur eru í neyð

„Kæra Inga. Ég hef fylgst með þér sem stjórnmálakonu að undanförnu. Þú ert hugrökk og fylgin þér. Þú ert sterkur málsvari þjóðfélagshópa sem eru útundan í okkar samfélagi. Þessar konur sem ég er að reyna að verja, eru einmitt konur sem þú ættir að styðja og berjast fyrir. Það eru konurnar sem af einhverjum ástæðum finna ekki leiðina til okkar í besta tímaglugganum í þunguninni, en geta heldur ekki undir nokkrum kringumstæðum séð fram úr því að sjá um barnið sem þær bera undir belti. Þær eru í algerri neyð.“

Sigurlaug tekur það einnig fram að einstaka konur hafi ráð á því að leggja út hálfa milljón til þess að fara í meðgöngurof í London en lögin þar leyfa þungunarrof upp að 24 viku. Segir Sigurlaug 90% kvenna sem ákveða að rjúfa meðgöngu, gera það fyrir 12 viku meðgöngunnar.

„Konur eru skynugar og þeim er treystandi til að vita hvað þeim sjálfum er fyrir bestu. Ég ber virðingu fyrir að við höfum ólíkar skoðanir á þessu málefni. Ég vil samt biðja þig að hugleiða það hversu þungt þín gildishlöðnu orð vega í eyrum þessarra kvenna. Orðin þín eru gjarnan notuð í fyrirsagnir í fjölmiðlum og vefmiðlum. Eitt er alveg á hreinu: konur munu um alla tíð verða þungaðar á röngum tíma, með röngum manni, í röngu ástandi, óviljandi, vegna þess að smokkurinn rifnaði eða þær köstuðu upp pillunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar