fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Sjáðu hvað Elín fær í laun eftir 25 ára starf: „Ég og reynsla mín erum einskis metin“ – Háskólafólk gert að yfirmönnum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir 25 ára starfsreynslu mínus fjögur ár í barneignir fæ ég 270 þúsund fyrir vinnuna mína sem er sjö og hálfur tími fimm sinnum í viku. Ég er búin að byggja upp mótefni fyrir öllum flensum og tek aldrei út veikindadagana mína en ég verð að segja að ég er alveg búin á því á vorin þegar sumarfríið nálgast.“

Þetta segir Elín Brynja Harðardóttir, starfskona á leikskólanum Arnarborg og félagi í Eflingu. Elín segir sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu og birtist frásögn hennar í morgun á Facebook-síðu átaksins.

Nær vel til fyrirferðarmikilla barna

Í frásögninni segir Elín að hún hafi verið tólf ára þegar byrjaði að passa börn. Það var fyrsta sumarvinnan hennar en í 9. bekk fór hún með bekknum sínum á starfskynningu á leikskóla. Það var þá sem hún vissi hvað hana langaði að vinna við.

„Ég byrjaði hérna á leikskólanum Arnarborg í maí 1993 og hef verið hérna síðan í 25 ár, en með tveim hléum þegar ég eignaðist mín eigin börn. Ég eignaðist tvö börn á tímabilinu og var heima í tvö ár með hvort þeirra, ég er óendanlega þakklát þeim tíma að ég hafði tækifæri til þess. Það eru svo fáir sem geta leyft sér það, út af vinnunni. Maðurinn minn fékk þrjá mánuði í fæðingarorlof á þessum tíma og við ferðuðumst innanlands.“

Elín segir að hún hafi alltaf verið spennt fyrir fjörugum og fyrirferðarmiklum börnum. „Ég virðist ná til þeirra, það er eitthvað í mínu eðli. Ég veit ekki en mér finnst þau alltaf svo skemmtileg, en maður þarf að kunna að róa þau niður, og reynslan hefur kennt mér að það er hægt með góðu móti. Erfiðu börnin eru oft svo skýr og þurfa oft bara meiri örvun og verkefni.“

Erfitt á álagstímum

Elín bendir á að börn þurfi stundum stífan ramma. „Þegar allir eru þreyttir og vinna mikið, krakkarnir búin að vera allt of lengi í leikskólanum og þá er verið að semja um frið, og þeim leyft kannski allt of mikið. Það fyrsta sem börnin læra að segja er „mamma er að vinna“ og svo segja þau okkur hver komi að sækja þau. Þau eru svo ung hjá mér, rúmlega eins árs og svo allt upp í næstum því þriggja ára, hérna á yngstu deildinni, sömu deildinni, þau eru svo lítil og þau þurfa bara knús, og það er erfitt að ná utan um það að knúsa allt upp í 17 krakka, þetta getur verið svolítið töff á álagstíma, þegar það er verið að koma þeim í og úr útifötunum og koma þeim í ró við borðið.“

Mikilvægt að verja bakið

Þó starfið sé skemmtilegt er það slítandi, segir Elín.

„Maður er að slitna, þetta starf fer verst með mjóbakið og ég hef horft upp á eldri konur sem eru búnar að vera svipað lengi og ég, fara í aðgerðir og veikindaleyfi heilu og hálfu árin. Það er bara tímaspursmál hvenær eitthvað gefur sig. Maður verður að vera í lagi, krakkarnir finna það strax ef ég er örg og þá verða þau pirruð.“

Elín segist vera farin að minnka það að taka börnin upp og notar hún frekar stól til að verja bakið.
„Eins og þegar ég er að þvo þeim um hendurnar þá er ég bara á rúllustólnum og vernda bakið. Það er alveg númer eitt tvö og þrjú að vernda bakið og axlirnar. Þetta eru allt bleiubörn, en aðstaðan er æðisleg núna, við erum komin með tvö skiptiborð á deildina þannig að við fóstrurnar erum ekki að troðast fram fyrir hvora aðra. Hérna áður notaði maður gólfið og beygði sig yfir þau þegar maður var að skipta á þeim.“

Fær 270 þúsund krónur

Elín hefur sem fyrr segir unnið á Arnarborg frá árinu 1993 en þrátt fyrir það ná laun hennar ekki 300 þúsund krónum. „Eftir 25 ára starfsreynslu mínus fjögur ár í barneignir fæ ég 270 þúsund fyrir vinnuna mína sem er sjö og hálfur tími fimm sinnum í viku,“ segir Elín sem kveðst aldrei taka út veikindadaga sína. Hún er þreytt þegar sumarfríið nálgast.

„Mér finnst það vera óréttlæti að fólk með háskólamenntun fær hærra kaup og ég og reynsla mín erum einskis metin. Háskólafólkið er gert að yfirmönnum mínum, samt er er það ég sem er beðin um að tækla erfiðasta eða vansælasta barnið í barnahópnum þegar engin ræður við neitt lengur. Það er ekkert allra að tækla þannig uppákomur í barnahóp, þrátt fyrir voða fína menntun, þá er það bara reynslan og brjóstvitið sem kemur að gagni þegar hópurinn fer á hliðina.“

Elín segir að lokum að skattleysismörkin séu lág og hún vilji gjarnan sjá þau hærri. „Þau eru svo ótrúlega lág, og það er tekið allt of mikið af lágtekjufólki, hvernig á fólk að lifa ef það er kannski að leigja, það eru ekkert allir sem geta haft bíl. Ég væri örugglega ekki hérna ef ég væri eina fyrirvinnan á mínu heimili, það yrði ekki auðvelt.“

Hér og hér má sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
433
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.