fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Bréf til unnustu eiginmanns míns – „Ég vona að þú sjáir sannleikann fyrr en ég“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vona að þetta bréf frá eiginkonu unnusta þíns komi ekki mjög á óvart. Það er ljóst að ég er ekki til í heimi þínum. Að minnsta kosti ekki í nútíð. Þú hlýtur að hafa áttað þig á að einhver ól honum son. Líklegast heldur þú að ég sá dáin.

Þannig hefst aðsent bréf sem birt var á vef Guardian sem vakið hefur nokkra athygli. Þar skrifar kona bréf sem kom upp um framhjáhald eiginmannsins. Þar segir:

Ég er ekki dáin. Við búum saman, að minnsta kosti núna. Við deilum enn rúmi (þó ekki í þeim skilningi eftir að ég komst að tilvist þinni).

Ég var að hjálpa honum með nýja símann (hann hefur aldrei verið góður í tengslum við tækni) þegar skilaboð, heil skilaboð með textaboðum, emojis og kossum frá þér, birtust. Það var auðvelt að finna samfélagsmiðlaprófílinn þinn þegar ég hafði símanúmerið þitt og heimilisfangið í framhaldinu. Þú býrð hjá foreldrum þínum, skammt frá skrifstofunni hans. Ég hef aldrei áður leitað í símanum hans. Ég hef aldrei haft ástæðu til. Mér finnst en rangt að gera það, að snuðra í samtölum ykkar.

Ég er ekki reið við þig. Þú lítur út fyrr að vera of ung, of vel ættuð til að vita hvað þú er búin að flækja þér í. Ég er heldur ekki reið út í hann. Hann er mjög veikur.

Árum saman hef ég stutt hann í gegnum þunglyndi sem hefur ágerst því hann neitar að viðurkenna veikindin og fá meðferð.

Ég hef eytt klukkustundum í að hlusta á hann ræða um allt sem hefur staðið í vegi fyrir miklum árangri hans og þeirri viðurkenningu sem hann telur sig eiga skilið að fá. Ég hef stutt hann í gegnum misheppnuð viðskiptaævintýri hans, flutninga og við að skipta um vinnu. Ég hef leyft honum að snúa lífum okkar á hvolf til að reyna að gera hann hamingjusaman. Það hefur tekið mig þetta langan tíma að átta mig á að ég get ekki gert það. Það getur þú ekki heldur.

Síðan að ég komst að sambandi ykkar er ég byrjuð að leggja gildrur fyrir hann. Ég spyr sakleysislegra spurninga og horfi á hann ljúga að mér. Ég er undrandi á hversu auðvelt það reynist honum. Vinir mínir hafa farið vel að mér við að segja mér að þeir muni vel að hann hefur logið að mér frá upphafi, um aldur, um fyrri konuna hans, um uppkominn son hans.

Þú heldur að hann sé hetja, einstæður faðir sem sinnir uppeldi og starfsframa. Þú heldur að hann sé ríkur. Hann borgar máltíðirnar ykkar og hótelreikninga með leynikreditkorti. Ég seldi hluti á Ebay til að borga jólin.

Eða er hann veikur? Eða er hann kannski bara svikahrappur? Hvort sem er þá er maðurinn sem ég elskaði ekki til. Ég vona að þú sjáir sannleikann fyrr en ég. Ég vona að lygarnar særi þig ekki hjartasári. Þú átt meira skilið en að vera hliðarleikfang einhvers. Ég vona að þú finnir draumaprinsinn þinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.