fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Fannar er með flensu og er of veikur til að stunda kynlíf: „Konan lætur mig ekki í friði“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halló Ragga
Ég ligg heima ógeðslega veikur með flensu en skreið að tölvunni til að skrifa þér þegar Panódílið fór að virka. Ég held að ég eigi við óvenjulegt vandamál að stríða því flestir vinir mínir kvarta um hið gagnstæða. En vandamálið er að konan mín er of gröð að mínu mati. Yfirleitt reyni ég að spila með og halda henni ánægðri en það keyrði um þverbak núna í flensunni. Hún lætur mig ekki í friði þó að ég sé með hátt í fjörutíu stiga hita og að drepast í öllum líkamanum.

Ég vaknaði í nótt við það að hún var búin að fikta í tippinu á mér svo að ég var grjótharður og hún var hálfpartinn að skríða ofan á mig til að renna honum inn.

Ég var með hrikalega beinverki og bað hana að hætta en hún hlustaði eiginlega ekki á mig. Það endaði með því að ég flúði með sængina fram í stofu. Þess ber að geta að hún hefur ekki alltaf verið svona heldur byrjaði þetta fyrir svona ári síðan. Hvað get ég gert?
Fannar

Halló Fannar
Leitt að heyra af ógöngum þínum. Mér finnst konan þín ömurlega tillitslaus og vond við þig. Það gildir líka einu hvort þú ert lasinn eða ekki, hún á að virða þín mörk hvernig sem heilsan er.

Ef konan þín er á einhverju allsherjar greddutímabili verður hún að gjöra svo vel og sinna sínum þörfum á annan hátt en með því að klifra upp á sárveikan manninn sinn í skjóli nætur.

Á manneskjan ekki almennilegan titrara? Stattu fastur á þínu og fáðu hana til að sýna þér þá tillitsemi sem þú átt skilið. Svo vona ég að hún fái flensuna líka.
Bata- og baráttukveðjur,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.