fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“

Mæður.com
Mánudaginn 8. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæ, ég heiti Sigrún Ásta og ég er meðvirkur aðstandandi alkóhólista.

Það birtist þráður inni á Góða systir þess efnis að aðstandandi alkóhólista væri að gefast upp. Sú manneskja vissi ekki hvað skyldi gera, en sem betur fer var henni beint í rétta átt.

Að elska einstakling með fíknisjúkdóm getur verið virkilega erfitt. Það er oft svo erfitt að það væri stofnuð samtök, Al-Anon, fyrir aðstandendur alkóhólista. Þegar maður er í þessari stöðu tekur maður skiljanlega margt inn á sig sem maður myndi ekki endilega gera í öðrum kringumstæðum. Von mín er sú að ég geti sýnt þér, kæri lesandi sem ert kannski í þessari stöðu, að manni getur liðið betur.

  1. Þú ert ekki vandamálið.

Algeng hugsun aðstandanda er að ástæðan fyrir því að alkóhólistinn drekkur er sú að aðstandandinn sé ekki nógu góður. „Ef ég væri duglegri í að taka til, myndi tuða minna, myndi þetta og myndi hitt“. Það er þannig mjög mikilvægt að átta sig á því að maður getur ekki borið ábyrgð á gjörðum annarra – þeir hafa valið.

  1. Þú skiptir líka máli.

Það gerist oft að aðstandendur gleyma sjálfum sér. Þeir eru svo uppteknir af því að gera hina glaða, oft í þeirri von um að þá kannski hætti alkóhólistinn drykkjunni, og þá gleyma þeir sjálfum sér. Það geta verið litlir hlutir sem safnast svo upp. Þú átt skilið að elda matinn sem þig langar í og taka besta bitann. Hugsaðu um sjálfan þig.

  1. Þínar tilfinningar hafa rétt á sér.

Þetta tengist beint inn í punkt 2. Þér má líða eins og þér líður og þínar tilfinningar eru ekki rangar. Það er allt í lagi að þér líði illa útaf einhverju, eða að þér líði vel út af öðru. Þú þarft ekki að slökkva á þínum tilfinningum til þess að öðrum líði betur.

  1. Þú ert ekki einn.

Vá hvað ég vildi óska þess að ég hefði vitað að ég væri ekki ein. Að ég væri ekki sú eina með þessar tilfinningar. Að aðrir skildu mig. Og sérstaklega að þetta er fullkomlega (ó)eðlilegt. Í Al-Anon hef ég fundið stað sem tekur mér eins og ég er, og það skilja mig allir!

Það er stundum erfitt að elska alkóhólista. En það þarf ekki að vera ómögulegt.

Færslan er skrifuð af Sigrúnu Ástu og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum