fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Hvernig og hvenær átt þú að ræða fíkniefnaneyslu við börnin þín – Níu ráð

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. október 2018 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur borið mikið á umræðunni um notkun ungmenna á fíkniefnum. Því miður virðist fíkniefnanotkun ungmenna vera algengari en margan grunar og er aðgengi í hverskonar fíkniefni orðið allt of auðvelt. Á þessu ári hafa að minnsta kosti þrjátíu manns undir fertugt tapað baráttunni við fíkniefnin og samkvæmt flestum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fíknivandanum er ljóst að sjúkdómurinn gengur í erfðir. Það er því mikilvægt fyrir alla foreldra og sérstaklega þá sem sjálfir hafa átt við fíknivandamál að stríða, að ræða sjúkdóminn við börnin sín snemma.

Í bandaríkjunum er talið að um 8,7 milljón barna undir aldrinum átján ára búi með að minnsta kosti einu foreldri sem á við fíknivandamál að stríða. HuffPost fékk því sérstaka ráðgjafa til þess að greina frá því hvernig og hvenær best sé fyrir foreldra að opna umræðuna um fíkniefni við börnin sín.

„Börn hafa miklu meiri kunnáttu gagnvart þessu í dag, þau eru opin og heiðarlegar samræður sem foreldrar eiga við börn sín þegar þau eru ung getur haft áhrif á það hvort börn leiðast út í neyslu í framtíðinni,“ segir John Sovec ráðgjafi.

Hér fyrir neðan má lesa níu ráð varðandi umræðu foreldra við börn um fíkniefnavanda:

Byrjaðu snemma

„Það er mikilvægt að umræðan byrji löngu áður en að börn gætu komist í tæri við fíkniefni. Það er hægt að tala við börn í leikskóla um fíknivandamál.“ Með því að byrja snemma að ræða um vandamál við börn þá gerið þið þeim það ljóst að þið séuð þeir einstaklingar sem þau geta leitað til þegar þeim vantar vitneskju um eitthvað. Það er gott að segja við börnin að þið elskið þau og að ef þau vilji ræða við ykkur um eitthvað þá geti þau alltaf leitað til ykkar. Gerið þeim líka grein fyrir því að þrátt fyrir að þið vitið kannski ekki svarið við spurningu þeirra, þá munið þið gera allt í ykkar valdi til þess að komast að því.

Hafið umræðuna í takt við aldur barnsins

Þrátt fyrir að mælt sé með því að byrja snemma að ræða um fíknivandamál við börn þá er mikilvægt að passa sig á því hvað er sagt. Það er til dæmis hægt að byrja á því að ræða við börn í leikskóla um vítamín og aðra lyfjanotkun með því að segja „Hey, á meðan ég er að gefa þér þessi vítamín sem eru mikilvæg fyrir þig, þá er mikilvægt að þú vitir að þú mátt aldrei taka þau sjálf/ur.“ Þá er gott að útskýra fyrir börnunum að ef þau taka of mikið af vítamínum þá geti þau orðið veik. Sama ef þau taka vítamín sem einhver annar á. Þið getið rætt við börnin um lyfjaskáp heimilisins og sagt þeim að þrátt fyrir að þetta séu lyf fyrir fjölskylduna, þá eigi þau ekki öll lyfin. Látið börnin vita að fullorðna fólkið beri ábyrgð á því að hver og einn fjölskyldumeðlimur taki rétt lyf og að ef þau hafi einhverjar spurningar þá geti þau komið til ykkar.

Leyfið samræðunum að þróast

Þegar börnin eldast og fara í grunnskóla er mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir því hversu algengt það getur verið fyrir börn að heyra til eða sjá notkun fíkniefna.

„Það er mikilvægt að foreldrar viti að líklegt sé að eiturlyf séu til staðar einhvers staðar í kringum barnið. Það getur verið á skólalóðinni og jafnvel í gegnum samfélagsmiðla og fréttir. Þau eru því að verða fyrir áreiti af fíkniefnum miklu yngri heldur en foreldrar gera sér oft grein fyrir.“ Með það í huga er mikilvægt að ræða opinskátt um það hvað börnin ykkar eru að sjá eða heyra og þegar þau opna sig um það er gott að leyfa þeim að spyrja allra þeirra spurninga sem þau gætu haft. Það gefur þeim stað og rými til þess að ræða þá hluti sem verður á vegi þeirra án þess að foreldrar viti af.

Setjið upp dæmi sem börnin skilja

Það getur verið gott að nota myndlíkingar þegar verið er að ræða við börn um fíkn. Til dæmis er hægt að setja margar kexkökur á disk á borðið og hefja umræðuna þar.

„Fyrir suma er ekkert mál að taka bara eina kexköku af disknum, borða hana og þurfa svo ekki meira. En fyrir aðra getur verið vandamál að hafa fullan disk af kexkökum á borðinu því þau geta ekki stöðvað sig. Þegar þau eru svo búin að borða allar kexkökurnar þá líður þeim illa.“ Þetta er góð myndlíking á fíkn fyrir börn því þau geta skilið það sem um er að ræða.

Verið hreinskilin

Hreinskilni er lykilatriði þegar verið er að ræða fíknivandamál við börn.

„Þegar við reynum að fela hluti fyrir krökkum þá vita þau að eitthvað er í gangi. Ef við segjum börnunum ekki satt um það hvernig fíkn getur farið með fólk og hvernig hún kemur fram í fjölskyldu eða samfélaginu þá erum við ekki að gera börnunum neinn greiða.“ Börnin gætu spurt foreldrana að því hvort þau hafi sjálf notað eiturlyf og það er hægt að segja satt án þess að fara út í hvert einasta smáatriði. Börnin átta sig á því þegar við ljúgum að þeim og þau reiða sig á sannleika foreldrana. Ef foreldri hefur notað eiturlyf getur því verið gott að segja við börnin að „ Já, ég prófaði það og það var ekki góð reynsla. Það hefðu margir slæmir hlutir geta gerst fyrir mig, eða það gerðust margir hlutir fyrir mig og ég vil reyna að koma í veg fyrir að það sama gerist fyrir þig því í dag þá er miklu meira vitað um fíkniefnaneyslu heldur en var þegar ég var ung/ur.“

Ekki nota hræðsluáróður

Að hræða börn virkar ekki vel. Í fyrstu geta þau verið hrædd við það sem sagt er en fljótlega átta þau sig á því að verið var að ljúga að þeim. Ef foreldrar segja við börnin sín að ef þau noti fíkniefni þá muni þau deyja eða enda í fangelsi þá gætu börnin trúað þeim fyrst. Síðan sjá þau eða heyra af einhverjum sem notaði fíkniefni en lenti ekki í því að deyja eða fara í fangelsi. Þá er trúverðugleiki foreldranna farin út um þúfur.

Gerið börnunum grein fyrir því að þetta sé sjúkdómur

„Það er mikilvægt að taka það fram að þrátt fyrir að einstaklingur sé með fíknisjúkdóm, þá séu þau ekki vont fólk. Það þýðir einfaldlega að þau séu veik.“ Fíkn er sjúkdómur og þrátt fyrir að það sé erfitt fyrir fólk að ná bata þá er það hægt með aðstoð frá læknum og stuðningi.

Nýtið ykkur rannsóknir

Þegar þið ræðið við börnin um fíknivandamál, styðjist þá við rannsóknir sem gerðar hafa verið. Ef að foreldri eða aðrir nánir aðstandendur barnsins eiga við fíkniefnavandamál að stríða þá er líka mikilvægt fyrir barnið að fá ráðgjöf og stuðning. „Það er mikilvægt fyrir barnið að skilja það að sjúkdómurinn er ekki þeim að kenna. Það er algengt að börn kenni sjálfu sér um vandamálið, sérstaklega þegar það er ekki rætt við þau.“

Hlustaðu á það sem barnið er að segja

Umræðan um fíkniefnavandamál gæti verið yfirþyrmandi fyrir ung börn og því er mikilvægt að leyfa þeim að stjórna megninu af umræðunni. „Ef þau hafa spurningar þá munu þau spyrja ykkur. Þú þarft ekki að byrja á því að nefna allt það sem þú veist um fíknisjúkdóminn, þú getur byrjað að ræða þetta á mjög einföldum samtölum. Láttu þau vita að þú sért til staðar fyrir þau og að þrátt fyrir að þau geri mistök þá geti þau samt komið til ykkar og talað við ykkur.“ Það þarf ekki einu sinni að vera að náinn fjölskyldumeðlimur sé að misnota fíkniefni. Börn geta tekið því mjög illa ef til dæmis uppáhalds söngvarinn þeirra lætur lífið vegna fíkniefnaneyslu. „Þá er góður tími til þess að ræða við þau að frægt fólk sé gjarnan undir miklu álagi og að stundum taki þau rangar ákvarðanir til þess að reyna að líða betur en að það geti endað illa.“

Í gegnum samræðurnar er mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með því hvernig börnin þeirra bregðast við. Sum börn eru tilbúin til þess að ræða hlutina strax og eru með fullt af spurningum. Öðrum gæti þótt umræðan erfið og fyllast kvíða, þá er gott fyrir foreldrana að láta börnin vita að þau sjái að þeim finnist umræðuefnið erfitt og að það sé ekkert mál fyrir þau að ræða þetta nánar í framtíðinni. Það sem er mikilvægast af öllu er að ræða þetta við börnin og að láta þau vita að þið séuð til staðar fyrir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur