fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Einlægt bréf til mæðra: „Ég tek ofan fyrir ykkur“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 31. október 2018 16:00

Til konunnar í garðinum sem horfir á símann sinn og hunsar börnin sín,
Ég tek ofan fyrir þér.
Fyrir að láta ekki stjórnast af hugmyndum samfélagsins um að þú þurfir að vera á stöðugri vakt, 24 tíma á dag.
Fyrir að vera alveg sama um hvað dómharða mömmuhópnum finnst.

Til konunnar með haug af óhreinum diskum og þvotti en fer beint út um dyrnar í kaffi til vinkonu sinnar
Ég tek ofan fyrir þér.
Að vera góð móðir eða eiginkona eða manneskja þýðir EKKI að þú eigir að eyða heilli eilífð í að þrífa heimilið. Ef þú lætur þetta eiga sig nógu lengi munu vinir þínir taka til hendinni. Treistu mér.

Til konunnar hjá lækninum sem bíður þolinmóð eftir að biðja um þunglyndislyf
Ég tek ofan fyrir þér.
Fæðingarþunglyndi er illkvittinn fjandi. Þú ert samt að glíma við hann, ekki rugla saman þunglyndi og uppgjöf, þú hefur tekið af skarið, í mínum augum ertu glímudrottning.
Allt of oft ruglar fólk saman styrkleika og veikleika, að sækja sér hjálp er merki um styrk.
Þú ert svo sterk.
Fjölmargar konur eru að ganga í gegnum það nákvæmlega sama, þær tala einfaldlega ekki um það.

Til konunnar sem missti ekki öll aukakílóin eftir barnsburð
Ég tek ofan fyrir þér.
Splunkunýtt 24 tíma starf sem borgar ekki krónu og endar ekki næstu 20 árin er EKKI góður tími til að hætta að borða köku. Borðaðu kökuna, borðaðu alla helvítis kökuna og gefðu skít í þá sem voga sér að segja eitthvað við því.
Líkami þinn eftir barnsburð býður ekki skyndilega upp á gagnrýni almennings.

Ástarkveðjur,

Móðir, sem á daga fulla af heiftarlegum mistökum og örlitlum sigrum, en hjarta sem springur ítrekað út af ást á elskulegu litlu skæruliðunum allan daginn.

Þennan pistil skrifaði bloggarinn og tveggja barna móðirin Constance Hall á Facebook árið 2016 en hún býr í Ástralíu.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“