fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

5 leiðir til að dempa kvíðann

Vynir.is
Þriðjudaginn 30. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er mjög kvíðin að eðlisfari og yfirleitt er þráðurinn að kvíðanum mjög stuttur. Ég veit og geri mér vel grein fyrir því að kvíði í sjálfu sér er mjög eðlilegt viðbragð líkamans við því óþekkta. Og þegar að við lendum í aðstæðum sem að við þekkjum ekki og vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við þá kviknar á kvíðatilfinningunni.

Ég hins vegar á það til þegar ég sit í rólegheitunum að læra, horfa á sjónvarpið, í vinnunni að fá allt í einu þessa yfirþyrmandi kvíðatilfinningu. Umhverfið og aðstæðurnar eru enn þá alveg eins en hugurinn fer á flug. Svo ég sit eða stend eins og ég geri oft þegar ég læri eða horfi á sjónvarpið en allt í einu er eins og ég nái ekki lengur stjórn á því sem ég hugsa, eins og hendi sé veifað er ég orðin mjög kvíðin.

Heilsukvíðinn er mér verstur og versnaði til muna eftir að ég átti dóttur mína. En það er sennilega efni í aðra færslu út af fyrir sig, sem ég stefni á að skrifa seinna. Svo hér langar mig að deila með ykkur mínum 5 leiðum í því að ná stjórn á kvíðanum, að ná stjórn yfir kvíða hugsununum og einkennum sem kvíðinn kallar fram.

Taka ljósmyndir

Höfninn í Sandgerði. Mynd : Katrín Helga

Mér finnst ofboðslega hugarróandi að keyra eitthvert og taka ljósmyndir. Hvort sem það sé að símanum eða á myndavélinni, skemmtilegast þykir mér þó að reyna að sjá eitthvað fallegt/heillandi við eitthvað sem aðrir sjá ekki (erfitt að útskýra). Mynda eitthvað sem að augað sér og reyna að koma því fyrir þannig að aðrir sjái það líka.

Vera með dóttur minni & fjölskyldu

Amelía Daðey

Ef það væri ekki fyrir litla gullmolann minn að þá ætti ég oft erfiðara með að ná stjórn á kvíðatilfinningunum sem að banka upp á mjög misjöfnum tímum. Bara að heyra hvað hún hefur að segja, að heyra hana hlæja, fara út í göngutúr eða detta í ímyndunarleik með henni getur snúið mér til baka á engum tíma.

Hreyfing / Ræktin

Mér datt aldrei í hug að ég myndi nefna hreyfingu í sambandi við bætta andlega líðan. En það svínvirkar – líðanin eftir góða æfingu, gott hlaup eða góðan hóptíma jafnast ekki á við neitt annað. Manni líður svo ótrúlega vel eftir á

Keyra & Hlusta á tónlist

Við höfnina í Njarðvík. Mynd : Katrín Helga

Mér finnst ofboðslega gott að setjast upp í bíl, setja á uppáhalds playlistan minn hverju sinni og keyra af stað. Það gefur mér tíma til að hugsa og eða núllstilla hugann. Og best þykir mér eins og ég sagði hér uppi að keyra á fallega staði og taka myndir.

Versla

Þetta er sennilega óhentugasta leiðin til þess að dreifa huganum og slökkva á kvíðanum. En það er eitthvað við það að skoða fatnað, hluti og eitthvað sem þig langar í og jafnvel kaupa þér eitthvað sem þig langar í. En því miður að þá dugar þetta skammt og því mæli ég ekki endilega með því heldur vildi bara nefna það með – því ég stend mig oft að þessu.

Leyfi hér 3 myndum frá mér að fylgja með. Einnig er myndin efst í færslunni eftir mig.

Við höfnina í Keflavík. Mynd : Katrín Helga

Mynd : Katrín Helga

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.