fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Heitt bað á hverjum degi hjálpar fólki með þunglyndi

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 26. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt jafn slakandi og gott eftir langan dag heldur en að kveikja á nokkrum kertum, leggjast ofan í heitt freyðibað og hlusta á rólega tónlist.

Ahhh, við erum strax farin að sjá þetta fyrir okkur..

En það sem er enn betra er það að nýleg rannsókn hefur sýnt fram á það að fara í bað getur hjálpað fólki sem glímir við þunglyndi. Að leggjast ofan í heitt og slakandi bað er jafnvel talið hafa betri áhrif heldur en að hreyfa sig. Rannsóknin sem var framkvæmd í Háskólanum í Freiburg, Þýskalandi og Metro greindi frá fékk 45 manns sem eru greind með þunglyndi til þess að fara í þrjátíu mínútna bað á hverjum degi í átta vikur. Eftir baðið áttu þau að slaka á í tuttugu mínútur, vafinn inn í teppi með hitapoka.

Hópurinn fékk blað til þess að merkja inn skapgerðarbreytingar sína og í lok þessara átta vikna kom í ljós að andleg vellíðan hópsins hafði að meðaltali farið upp um sex stig samkvæmt skalanum sem notaður var.

Oft hefur verið mælt með því að hreyfa sig til þess að bæta vellíðun hjá þeim sem eru þunglyndir en samkvæmt þessari rannsókn þá var vellíðan hópsins þremur stigum hærra eftir baðferðirnar.

Talið er að heita baðið hjálpi grunnhita líkamans að styrkjast og kemur réttu róli á líkamsklukkuna. En hjá fólki sem glímir við þunglyndi getur verið að líkamsklukkan sé ekki rétt.

Svo nú er bara um að gera að teygja sig í baðolíuna, freyðisápuna og leggjast í bað sem er á milli 40° og 45° og njóta.

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.