fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Bráðfyndnar skopmyndir Töru um hið íslenska geðheilbrigðiskerfi

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 24. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Sverrisdóttir er tuttugu og átta ára gömul og stundar nám við sálfræði. Í kringum árið 2009 byrjaði Tara að teikna myndir og hélt hún myndlistarsýningu á verkum sínum.

Í dag teiknar Tara mikið af skemmtilegum skopmyndum og opnaði hún nýlega síðu á Facebook þar sem hún deilir skondnum en jafnframt alvarlegum aðstæðum.

„Ég er með ansi frjóan haus af allskonar orðaglensi og senum sem ég þarf oft að koma frá mér á blað áður en hausinn fyllist. Innblásturinn hjá mér núna eru meðal annars aðstæður úr geðheilbrigðiskerfinu, en þangað hef ég þurft að sækja mér aðstoð.“

Segir Tara að mikilvægt sé að geta gert grín að öllu.

„Sama hversu hryllilega erfitt það er. Bæði er það heilandi og lætur mann oft sjá hlutina í öðru ljósi.“

Myndir Töru lýsa í senn skoplegum aðstæðum sem fólk með hina ýmsu geðsjúkdóma geta lent í ásamt því að sýna hversu alvarlegt það er að vera með geðsjúkdóm. Einnig sýna þær hvernig fólk sem greint er með einhverskonar geðsjúkdóm er oft ekki tekið alvarlega í samfélaginu.

Hægt er að fylgjast með Töru á Facebook undir nafninu: Tart

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.