fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Bleikt

Aníta Rún: „Ég er ekki falleg eins og þú, ég er falleg eins og ég“

Vynir.is
Miðvikudaginn 24. október 2018 09:00

Fyrir um tveimur mánuðum síðan tók ég stærstu ákvörðun lífs míns. Ég ákvað að hætta þessu kjaftæði og byrja að elska sjálfa mig eins og ég er.

Ég hef alltaf átt erfitt með að elska sjálfa mig. Ég hef rifið mig niður við hvert einasta tækifæri sem mér hefur gefist. En, ég ákvað að hætta því.

Núna lít ég í spegilin á morgnanna og hugsa – vá hvað ég er fyndin. Áður hugsaði ég – oj hvað ég er krumpuð og ógeðsleg. Trúið mér, ég vakna ekki sæt – ég vakna eins og 15 ára bolabítur. En ég elska þennan bolabít samt svo heitt.

Núna er ég farin að leyfa sjálfri mér að finnast ég vera falleg. Eins asnalega og það hljómar. Áður fyrr þurfti ég alltaf viðurkenningu frá einhverjum öðrum. Stöðugt að spyrja „er ég sæt?“.

MÉR finnst ÉG falleg. Það er nóg fyrir mig. Ég veit að Héðni finnst það líka. Það er nóg fyrir mig. Mér er nokkuð sama hvað öðrum finnst. Það er þeirra vandamál.

Þetta frelsaði mig. Að leyfa sjálfri mér að finnast ég falleg. Mér líður mikið betur í eigin skinni. Og það er það sem skiptir öllu máli.

– „Ég er ekki falleg eins og þú, ég er falleg eins og ég.“

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Bleikt
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019