fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Danskennari Amöndu fitusmánaði hana – Hann hafði rangt fyrir sér: „Ég vil sýna fólki að það sé í lagi að vera öðruvísi og einstakur“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 23. október 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk verður svo hissa þegar ég segi við þau að ég geti sannað fyrir þeim að þau hafi rangt fyrir sér á fimm sekúndum,“ segir hin sautján ára gamla Amanda LaCount sem meðal annars hefur dansað með Katy Perry og Meghan Trainor, komið fram í þætti Ellen Degeneres og verið á forsíðu Dance Spirit Magazine.

Amanda sem er frá Colorado var tilkynnt af danskennara sínum að hún væri of stór til þess að dansa. Eftir að kennarinn fitusmánaði hana ákvað hún að flytja til Los Angeles og læra dans þar.  

„Ég held að þetta hafi allt saman byrjað þegar danskennarinn minn sagði að líkaminn minn hentaði ekki hans hugsjón og að ég passaði ekki inn með liðinu. Ég varð mjög leið og leið illa með sjálfa mig en að sama skapi kviknaði á eldmóði hjá mér um að sanna fyrir honum að hann hafði rangt fyrir sér. Það að sanna fyrir fólki að það hafi rangt fyrir sér er það skemmtilegasta sem ég geri, ég gæti gert það að eilífu og ég mun gera það. Því fólk mun alltaf halda að fólk í yfirstærð geti ekki dansað eða náð langt.“

Amanda stofnaði myllumerkið #breakingthestereotype til þess að veita öðru fólki hvatningu.

„Ég vil sýna öðru fólki, sérstaklega krökkum á mínum aldri að það sé í lagi að vera öðruvísi og að það sé í lagi að vera einstakur af því að það er í raun það sem lætur þig standa út úr hópnum, og lætur fólk taka eftir þér. Það var erfitt fyrst að vera svona mikið í kringum fólk sem er litið svona mikið upp til og dáð vegna líkamsvaxtar síns en í dag er ég ekkert óörugg. Ég er bara ég, og ég er 100% ég og mér finnst ég geta verið stolt af því.“

https://www.facebook.com/Upworthy/videos/2224523097761464/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.