fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Herdís Ósk fékk óviðeigandi skilaboð frá karlmanni: „Ég ætla að festa þig niður og ríða þér“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 21. október 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir deildi mynd af sér á miðlinum Snapchat á dögunum þar sem hún var klædd í of stóra hettupeysu, var ómáluð og með úfið hár. Stuttu eftir að hún setti myndina inn fékk hún óviðeigandi skilaboð frá karlmanni sem sagðist ætla að „festa hana niður og ríða henni“.

„Já kæru vinir, svona er það bara. Eflaust sönnun fyrir það að föt og útlit skiptir engu máli þegar fólk ætlar sér að taka okkur og ríða okkur, sama hvort við viljum það eða ekki,“ segir Herdís Ósk í færslu sinni á Facebook sem hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að fjalla um.

Herdís ákvað að deila myndinni og þeim skilaboðum sem hún fékk til þess að vekja athygli á því að svona óviðeigandi skilaboð séu ekki í lagi. Skilaboðin sem Herdís fékk voru svohljóðandi:

„Ertu að reyna að kveikja í mér? Ég ætla að festa þig niður og ríða þér.“

Fækkaði fávitum á vinalistanum um einn

Segir Herdís að því miður sé þetta ekki í fyrsta skiptið sem hún fær slík óumbeðin skilaboð.

„Auðvitað var ég fljót að eyða þessum manni út af Snap hjá mér en ég sendi þó fyrst til hans: „Nei það var ekki ætlun mín að kveikja í þér, enda var þessi mynd ekki send til þín heldur sett í story hjá mér og það er ekkert við þessa mynd sem ætti að segja þér að ég ætlaði mér að kveikja í þér eða gefa þér leyfi til þess að segja mér að þú ætlir að festa mig niður og ríða mér. En takk fyrir að sýna mér hverslags ógeð þú ert og hjálpa mér að fækka fávitum á vinalistanum mínum. Takk fyrir og bless.““

Segir Herdís þessa áreitni þreytandi og að hún kæri sig ekki um svona skilaboð.

„Við erum ekki fáar sem fáum svona óviðeigandi og ógeðsleg skilaboð sem við kærum okkur ekkert um. Okkur er hótað að verða nauðgað, við erum kallaðar ýmsum nöfnum ef við neitum að senda nektarmyndir eða viljum ekki hitta þessa menn og sofa hjá þeim. Ef við segjum nei við því að sofa hjá þeim eru margir sem halda áfram og reyna að bjóða okkur pening. Ég veit ekki af hverju þeir halda að peningur verði til þess að við segjum já. En þetta er orðin þreytandi áreitni í okkar garð og kæri ég mig ekki um að fá svona ógeðsleg skilaboð. Komið fram við alla af virðingu og virðið mörk hjá öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.