fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Bleikt

Kim leið illa með sjálfa sig: „Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að stunda kynlíf aftur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 20. október 2018 09:24

Kim er einlæg í nýju viðtali.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian opnar sig í viðtali við rithöfundinn Bret Easton Ellis í tuttugu ára afmælisútgáfu tímaritsins Richardson. Í viðtalinu segist hún hafa verið mjög óörugg þegar hún gekk með börnin sín, sérstaklega þegar kom að kynlífi.

„Ég þyngdist um 25 til 30 kíló á meðgöngunum og fannst ég svo ólík sjálfri mér og ókynþokkafull,“ segir Kim. „Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að stunda kynlíf aftur. Mér leið svo illa með sjálfa mig innst inni.“

Kim er gift tónlistarmanninum Kanye West og eiga þau þrjú börn saman: North, fimm ára, Saint, tveggja ára og Chicago, níu mánaða. Hið síðastnefnda fæddist með hjálp staðgöngumóður. Völdu hjónin staðgöngumóður því Kim glímdi við við ýmsa kvilla þegar hún gekk með og fæddi North og Saint, svo sem meðgöngueitrun og viðgróna fylgju. Í viðtalinu við tímaritið segir hún að kílóin hafi ekki runnið strax af henni eftir fæðingarnar.

Falleg fjölskylda.

„Ég léttist ekki það hratt. En ég myndi segja að átta mánuðum síðar var ég komin í mitt besta form. Þá hugsaði ég: Ég gerði þetta. Ég missti öll þessi kíló alveg sjálf. Mér hefur aldrei liðið betur. Líkami minn gekk í gegnum þetta og það veitti mér svo mikinn kraft að fara í nektarmyndatöku í framhaldinu,“ segir stjarnan en bætir einnig við að hún sé mun hlédrægari þegar kemur að kynlífi heima við en hún virðist vera út á við.

„Mér líður í raun ekki vel þegar ég tala um kynlíf. En svona er ég hégómafull. Ég get farið á tökustað og verið algjörlega nakin fyrir framan fimmtíu manns á meðan ég er í myndatöku, en þegar það er bara ég og einhver annar, náin uppi í rúmi, þá er ég feimin og óörugg. Ég er klárlega tveir mismunandi persónuleikar í þessum efnum. En ég held að móðurhlutverkið hafi gert mig öruggari að vera kynþokkafull opinberlega.“

Forsíðan á tímaritinu Richardson.

Ekki fórnarlamb heldur sigurvegari

Kim skaust upp á stjörnuhimininn þegar að þátturinn Keeping Up with the Kardashians var frumsýndur í október árið 2007, en í þáttunum er fylgst með Kim, systkinum hennar og móður, svo fátt eitt sé nefnt. Nokkrum mánuðum eftir frumsýninguna var kynlífsmyndbandi lekið á netið af Kim í innilegum athöfnum með þáverandi kærasta sínum Ray J. Kim segist ekki lifa í fortíðinni.

„Fólk tekst á við erfiðleika á mismunandi hátt og ég tekst á við hluti, hvort sem það er kynlífsmyndbandið eða ránið í París eða jafnvel dauði föður míns, sem var mikilvægasta manneskja í lífinu mínu, með því að komast yfir þá. Ég hugsa ekki að ég sé fórnarlamb. Það er ekki minn persónuleiki. Ég hef alltaf verið sigurvegari og hugsað: Ég kemst yfir þetta og þetta skilgreinir mig ekki.“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Bleikt
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019