fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Foreldrar deila ráðum sem virka til þess að minnka skjánotkun barna

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 20. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrahlutverkið er eitt þar stærsta og erfiðasta sem fólk tekur að sér. Að ala upp einstakling getur verið virkilega krefjandi, hvað þá í dag þegar tæknin hefur tekið öll völd.

Foreldrar vita gjarnan ekki hvernig á að takast á við það að börn vilji eyða allt of miklum tíma fyrir framan sjónvarpið, í tölvunni eða símanum. Það er ekki hollt fyrir börn að stunda þá iðju of mikið og ef ekki er gripið inn í af foreldrum eða forráðamönnum geta börnin þróað með sér fíkn.

Mælt er með því að takmarka tíma barna fyrir framan skjáinn og bað HuffPost foreldra um að gefa ráð sem hafa gengið vel í þeirra tilfellum. Allar fjölskyldur eru mismunandi og getur verið að sum ráð virki fyrir eitt barn en ekki annað:

Tími og áætlun:

„Við teljum alltaf niður og látum barnið vita hvað það á mikinn tíma eftir. „Fimm mínútur í viðbót, þrjár mínútur í viðbót,“ það hjálpar við kvíðann yfir því að tölvan verði tekin af honum á meðan hann er í miðjum leik. Við takmörkum líka hvað hann fær að gera og erum einungis með barnvæna leiki.“ – Kirsten Birtain

„Við notum klukkuna á ofninum, þegar hún pípir þá veit hún hvenær hún á að leggja tölvuna frá sér.“ – Rachel Lowers

„Krakkarnir okkar kveikja á niðurtalningu á iPadinum. Þau fá 20 mínútur á virkum dögum og klukkutíma um helgar. Þegar tíminn er búinn þá verða þau að leggja hann frá sér.“ – Rinna Tablante

„Tíminn sem börnin okkar fá að vera í sjónvarpinu er takmarkaður. Þau fá hálftíma eftir hádegismat og einn og hálfan klukkutíma eftir kvöldmat (eða þann tíma sem samsvarar um það bil eina bíómynd)“ – Katie Kilsdonk

Ef tölvan er ekki nálægt þá gleyma þau henni

„Sjónvarpið okkar er í fjölskylduherbergi í kjallaranum. Þá er það ekki alltaf fyrir framan þau og þá eru þau ekki að hugsa um það. Þau fá aðeins að horfa á sjónvarpið um helgar og bara um klukkustund í senn. Það eru milljón aðrar leiðir til þess að skemmta sér.“ – Amanda McAllister

„Yngri börnin mín hafa enga tækni nálægt sér fyrir utan sjónvarp. Ég myndi aldrei treysta þeim fyrir sínum eigin snjalltækjum eða tölvu. Aðalega vegna þess að þau brjóta hluti.“ – Robyn Bourgoin

„Feldu öll snjalltæki. Segðu börnunum að fara út á hjóla.“ – Danielle Bartran

Að vinna sér inn tíma

„Þau vinna sér inn tíma með því að gera sig klár á réttum tíma fyrir skólann. Þegar heim er komið fá þau að vera í smá stund áður en þau læra heima og byrja á kvöldrútínunni. Kindle er mjög sniðugt fyrir börn því þú getur látið þau lesa bók í því áður en þau fá að fara í leiki. Svo er líka hægt að stilla tímann á Kindle þannig að hún slekkur á sér sjálfkrafa eftir ákveðin tíma.“ – Kim O’Connor Crance

„Við látum þau gera lítil verkefni og þannig vinna þau sér inn tíma í tölvunni. Fimm mínútur ef þau búa um rúmið sitt, þrjár mínútur ef þau fara út með ruslið, fimm mínútur fyrir að ganga frá þvotti og svo framvegis. Ef þau vinna sér ekki inn neinn tíma þá fá þau ekki að horfa. Þau fá aðeins að horfa eftir að þau klára heimavinnuna sína.“ – Megan Spiller

„Við erum með kerfi þar sem hún vinnur sér inn tíma með því að lesa. Hún er í öðrum bekk og er að læra að lesa og það er í forgangi.“ – Elyssa Katherine Bisset

„Þau hafa þrjú verkefni sem þau verða að klára áður en þau fá að horfa: Heimavinnu, æfa sig á hljóðfærin og klára þvottinn. Ég keypti sérstakan stoppara þar sem þau geta ýtt á pásu þegar þau fara á klósettið eða fá sér að borða. Ég er rólegri við þau um helgar og þegar það er frí í skólanum en þetta gengur vel á okkar heimili.“ – Carrie Kindt

Dreifa huganum

„Dóttir mín horfir örlítið á sjónvarp og bíómyndir og hún veit að skjánotkun er aðeins notað við sérstakar kringumstæður. Hún er alveg að verða þriggja ára en þegar hún spyr og við segjum nei við hana þá reynum við að draga athyglina annað.“ – Kerry Marsh Wichowski

„Skóli dóttur minnar hvetur foreldra til þess að leyfa börnunum að nota snjalltæki en það er aðallega til þess að læra. Á sumrin setjum við upp lista, til dæmis: æfa sig að lesa í 30 mínútur, leika með leir í 30 mínútur, leika úti í 30 mínútur. Vanalega verður hún svo upptekin af því sem hún er að gera að hún gleymir tölvunni.“ – Rachelle Lowers

Hætta fyrir háttinn

„Það sem virkaði loksins fyrir okkur var að stöðva skjánotkun að minnsta kosti einum klukkutíma fyrir svefn. Sem þýðir að hún þarf að vera búin að sinna allri heimavinnu og þess háttar fyrir klukkan 18:30 ef hún ætlar að fá hálftíma í tölvunni. Ef hún er ekki búin að sinna verkefnum sínum fyrir 18:30 þá fær hún ekkert að fara í tölvuna þann daginn. Um helgar er þetta ekki eins strangt.“ – Sarah Marie Bliss

Takmarka notkun virka daga

„Þau fá ekki að horfa á neitt yfir vikuna. Á föstudögum erum við fjölskyldan alltaf með bíókvöld. Um helgar setjum við líka takmörk en þau er svo mikið að gera hjá okkur að vanalega er slökkt á tækjunum alla helgina.“ Crystal Barnes

„Börnin mín fá ekki að spila neina tölvuleiki á virkum dögum. Um helgar fá þau að spila eftir að þau hafa sinnt heimilisverkum sínum.“ – Pamela Januchowski

„Við sögðum fimm ára gömlum syni okkar að barnalæknirinn hefði sagt að hann mætti ekki horfa á sjónvarið á virkum dögum svo nú fær hann aðeins að vera í tölvu eða horfa á sjónvarp um helgar.“ Jennifer Kellog

„Þau fá engan tíma í tölvu um helar nema til þess að sinna heimavinnu. Við hættum líka að leyfa þeim að horfa á sjónvarpið um helgar. Við leikum okkur saman, lesum og hittum vini í staðin. Þetta var erfitt fyrst en vandist fljótt.“ – Sarah Salisott

Aðeins þegar þið ferðist

„Við leyfum honum aðeins að vera í símanum þegar við erum að keyra eða ferðast. Hann fær því nægan tíma á leiðinni í leikskólann og aftur heim og fer svo að leika sér um leið og við komum heim.“ – Hollis Evans

„Við hættum alveg. Mér finnst lítið mál að fá að horfa á einn og einn þátt eða að hafa fjölskyldu bíókvöld en fyrir utan það fá þau ekki að vera í iPad né að horfa nema við séum í löngu flugi. Nú leika börnin sér frekar og lesa.“ – Regan McDonald

Finna annað í staðinn

„Hljóðbækur eru sniðugar. Við hættum að leyfa þeim að horfa á sjónvarp fyrir þremur árum síðan. Þetta var erfitt fyrstu vikurnar en síðan leyfðum við þeim að hlusta á hljóðbækur og þætti á podcasti og síðan þá er það minna mál. Nú geta þau hlustað á hljóðbók hvenær sem þau vilja og svo horfum við bara á sjónvarpið á laugardögum og sunnudags kvöldum öll fjölskyldan.“ – Oz Douglas

„Finni hluti til þess að gera saman. Farið í göngutúr, hjólatúr, spilið borðspil eða venjuleg spil, lesa saman, ganga frá þvotti saman.“ – Kathie Hillard

„Við settum öll borðspilin út þar sem börnin komast í þau. Við elskum öll að spila og þetta hefur hjálpað okkur að ná saman, hafa gaman og að læra saman án skjánotkunar.“ – Bri Lutz

„Það hjálpar mjög mikið að skipta út leikföngum yngri barna. Þegar öll leikfönginn þeirra eru alltaf fyrir framan þau þá fá þau leið á þeim.“ – Jenna Stensland

Eyða tíma úti

„Ef það er gott veður úti og þau kjósa það að hanga inni þá setjum við þeim verkefni. Þá vilja þau frekar fara út að leika sér.“ – Carrie N Mike Lehmann

Einbeita sér að lærdómsefni

„Okkar sjö ára veit ekki lykilorðið á iPadinn. Við höfum leyft honum að spila leiki sem hafa fræðsluefni og við kveikjum líka á tímastillingu á klukkunni í eldhúsinu til þess að passa að hann verði ekki of lengi.“ – Erika Chaney

Fá ekki skjátíma ef þau gera eitthvað af sér

„Minn sjö ára gamli strákur fær að vera í tölvunni eins lengi og hann vill svo lengi sem hann hagar sér vel og gerir það sem hann á að gera, þegar hann er beðinn um það. Annars tökum við tölvuna af honum.“ – John Ayers

„Það er engin ákveðin regla hjá okkur. Við höfum komist að því að gott jafnvægi virkar best fyrir okkur. Stundum fá þau að vera í tölvunni en stundum segjum við nei og stingum þá upp á öðrum hlutum fyrir þau að gera. Stundum höfum við bíókvöld og stundum spilum við spil. Vegna þess þá njóta þau þess að fá að vera í tölvunni þegar við segjum já en þau elska ennþá meira að gera hluti saman sem fjölskylda.“ – Amanda Kirkland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“