fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Sunna Rós vill breyta sýn sinni á sjálfa sig: „Engin filter, engin glamúr, engin tíska, bara ég“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. október 2018 15:30

Sunna Rós Baxter deildi mynd af sér á Instagram fyrr í dag þar sem hún kemur nakin fram. Í texta við myndina deilir Sunna hugsunum sínum um hug, anda og líkamsvitund.

„Myndin er um mind, spirit og body vitund. Þetta snýst ekki bara um líkamsímynd heldur er það heildin sem skiptir máli,“ segir Sunna í samtali við Bleikt. Textinn við myndina er skrifaður á ensku en Sunna gaf Bleikt leyfi til þess að fjalla um hann á íslensku.

„Engin filter, engin glamúr, engin tíska, bara ég. Hver erum við þegar við tökum fötin, fjölskylduna, vini okkar, vinnuna, persónuleikann, hæfileikana og fortíðina í burtu? Hver er miðja okkar og hvað vilt þú að saga þín sé um í þínu lífi? Við höfum vald yfir okkar eigin lífi og við eigum aldrei að gefa það vald upp á bátinn.“ Segir Sunna við myndina.

„Í dag fannst mér ég vera feit, þreytt og ljót. Ég lít út eins og strákur og líkami minn er ekki í réttu formi. Það sem ég trúi verður minn raunveruleiki. Ég ætla að breyta því hvernig ég horfi á sjálfa mig og hvernig ég hugsa um sjálfa mig. Mig langar til þess að vakna á morgnanna, líta í spegilinn og hugsa: „Þú ert falleg manneskja að innan og utan. Þú ert yndisleg móðir og átt allt gott skilið í lífinu. Ég er stolt af þér og ég mun aldrei láta neitt halda aftur af þér.“ Þetta verður mitt markmið. Eftir nokkrar vikur mun ég sitja aftur fyrir framan sama spegilinn og það sem ég mun sjá verður öðruvísi. Hvað sem þig langar til þess að gera, verða eða finna það getur þú gert.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“