fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Bleikt

Ingunn á við kynkulda að stríða: Langar að langa!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 21:00

Hæ Ragga

Ég á æðislegan kærasta og er ástfangin og skotin og vil allt fyrir hann gera. En ég er að burðast með vandamál sem mig langar að losna við í eitt skipti fyrir öll og halda áfram að lifa með honum. Ég hef átt við kynkulda að stríða talsvert lengi, í nokkur ár kannski.

Í byrjun sambands okkar fannst mér ég verða að spila með og við gerðum það mjög oft. Það var kannski aðferð til að fæla hann ekki frá mér. Núna hins vegar þegar allt gengur vel og ég er örugg með hann finnst mér líklega pressan farin af mér. Mér finnst ömurlegt að vísa honum á bug kvöld eftir kvöld því hann virkilega langar að njóta kynlífs með mér en mig bara langar ekki.

Ég byrjaði mjög ung að stunda kynlíf (13 ára), og þá var eins og ég gæti ekki fengið nóg, alla vega í nokkur ár. Hvernig get ég fengið lostann aftur og farið að lifa lífinu eins og annað fólk?

Með kveðju,

Ingunn

Kæra Ingunn

Þú getur alveg gleymt því að endurheimtur losti muni gera þér kleift að verða „eins og annað fólk“ á kynlífssviðinu… annað fólk er nefnilega eins mismunandi og það er margt. Lostinn fer upp og niður, tekur alls konar dýfur og toppa – meira vesenið að aldrei sé hægt að ganga að neinu vísu í þessu lífi.

Þú veist auðvitað best sjálf hvað gerði það að verkum að þú hafðir þessa miklu kynþörf strax á unglingsaldri en mig grunar að þú gætir hafa vanist því að nota kynlíf sem skiptimynt fyrir viðurkenningu.

Það sem fær mig til að halda þetta er einmitt lýsing þín á þátttöku þinni í kynlífi með kærastanum þegar þið voruð að byrja saman. Þú spilaðir með til þess að verða ekki hafnað. Þó að unglingsárin séu löngu liðin hefur þetta munstur prentast með þvottekta bleki inn í kynvitund þína. Nú er hins vegar kominn tími til að leggja kynvitundina í klórbleyti og losna við gamla viðurkenningardrauginn. Til þess þarf vænan skammt af sjálfsstyrkingu – ekki einungis kynferðislega heldur allsherjar og alltumlykjandi.

Byrjaðu á að spá í og einbeita þér að hlutum sem þú gerir vel, ert skemmtileg, klár, góð í krossgátum, flink að búa til mat… skrifaðu niður allt það góða sem þú gefur þessum heimi. Leyfðu kærastanum að fylgjast með verkefninu og koma með sín ástríku innlegg. Farðu í jóga, á innblástursnámskeið eða eitthvað sem er BARA fyrir þig. Það hefur undursamleg áhrif að setja sjálfa sig í fyrsta sæti, að minnsta kosti part úr hverjum degi. Ég hef fulla trú á að þetta geti hjálpað þér í rétta átt. Auðvitað er allt í lagi að segja nei af og til ef konu langar ekki en það er líka ósköp gaman að langa aðeins oftar.

Gangi þér vel,

Ragga

Ragnheiður Eiríksdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“

Ninna Karla: Kvíði er ósýnilegur – „Síðasti sólarhringurinn sést ekki á þessari mynd“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

James Corden:-„Thank U, Jeff“

James Corden:-„Thank U, Jeff“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lára fer nú til fræðings, ekki konu

Lára fer nú til fræðings, ekki konu
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“

Afmynduð eftir hárlit: „Ég var með ljósaperuhaus“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér

Nettröll hvöttu Pete Davidson til að fyrirfara sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri

Tvíburasystur berjast fyrir lífi sínu – Áttu að grenna sig til að gera kinnbeinin sýnilegri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Opnar sig um slysið – 87% líkamans varð fyrir þriðja stigs bruna

Opnar sig um slysið – 87% líkamans varð fyrir þriðja stigs bruna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi

Þórunn Antonía hætt við að loka Góðu systur – Erna Kristín nýr stjórnandi