fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Áhrif hreyfingar á félagslega og andlega líðan

Lady.is
Fimmtudaginn 18. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fyrisögnin gefur til kynna, verður hér sjónum beint að hreyfingu og gildi hennar fyrir félagslega og andlega líðan einstaklingsins.

  1. Hefur hreyfing áhrif á andlega líðan?
  2. Hefur hreyfing áhrif á félagslega líðan?
  3. Getur hreyfing bætt sjálfsímynd okkar?

Eru fleiri þættir en hreyfing sem geta haft áhrif á félagslega og andlega líðan?

Það hefur mikið verið skrifað, og þá sérstaklega nú í seinni tíð, um gildi hreyfingar hér á landi. Lýðheilsustöð hefur gefið út mörg smárit sem og landlæknisembættið, og verður vikið nánar að ritum þessum síðar í færslunni. Þá hafa hinir ýmsu aðilar stigið á stokk og tjáð sig um gildi hreyfingar fyrir unga sem aldna, hvort heldur sem er í greinarskrifum í blöðum og tímaritum, á blogg-síðum eða þá í bókum um efnið.
Ennfremur hafa geðlæknar stigið á stokk, og bent á gildi hreyfingar gegn ýmsum kvillum, meðal annars þunglyndi. Þunglyndi er gjarnan skilgreint í þrjá megin flokka, allt eftir eðli þess og alvarleika, en þessir flokkar eru (Ólafs Þórs Ægissonar, 2009)

Milt þunglyndi: Sá sem þjáist af mildu þunglyndi er oft í ójafnvægi og líður illa en getur sinnt verkefnum eins og vinnu, námi og samskiptum án teljandi truflana.

Meðaldjúpt þunglyndi: Þá er um að ræða fleiri þunglyndiseinkenni og djúpstæðari truflun á daglegu lífi svo einföld verkefni vefjast fyrir einstaklingum.

Alvarlegt þunglyndi: Þá er sjúklingurinn illa haldinn af flestum einkennum sem talin hafa verið upp hér að framan. Hann þjáist af sjúklegri depurð og vonleysiskennd, hefur sjálfsásakanir, jafnvel sjálfsvígshugsanir og er óvinnufær. (Ólafur Þór Ævarsson, 2009)

Líkamsþjálfun og hreyfing hefur góð áhrif á milt og meðaldjúpt þunglyndi, en hefur því miður lítil eða engin áhif á djúpt þunglyndi. (Ólafur Þór Ævarsson,2009)

Það má leiða að því líkum að það til að hreyfing komi að fullu gildi til eflingar félagslegrar og andlegrar líðunar, þá þurfi ennfremur að horfa til fleiri þátta, m.a fæðuvals.

Áhrifavaldar að félagslegri og andlegri líðan

Sjálfsmynd

Segja má að sjálfsmyndin endurspeglist í einkennum einstaklings hvernig einstaklingur ber sig, hreyfir sig , talar og lýsir það ástandi þeirra. Sjálfsmyndin er bæði ómiðvituð og meðvituð. Einstaklingurinn sendir út sjálfsmynd sína í gegnum hreyfingamynstur sem er hluti af boðkerfinu sem einstaklingurinn notar til þess að skilgreina sjálfsímynd sína. Sjálfsmyndin kemur fram í andlegu og líkamlegu atgervi. Ómeðvituðu tilfinningarnar sem tengjast sjálfímynd eru hugsanir, óskir, hvatir og viðhorf til líkamlegra- og andlegra athafna. Einstaklingurinn er búin að byggja sjálfsmynd sína á þeirri vitneskju og hugmyndum sem við höfum um okkur sjálf og aðgreinir okkur frá öðrum. Við sjáum sjálf okkur í augum annara (Evelyn Adolfsdóttir, Sigurbjörg G.Hannesdóttir, 2010).

Foreldar, Umhverfi, Samfélagið mótar okkur svo sjálfmynd er ekki meðfædd við erum í stöðugt að móta sjálfsímynd okkar frá fæðingu til æviloka og stöðvast mótun á sjálfsímynd okkar aldrei. Þeir einstaklingar sem við lítum upp til eða berum virðingu fyrir hafa margt að segja um sjálfsmyndina. Sá einstaklingur sem við berum virðingu fyrir, orð hans hafa meiri þýðingu og getur sært mun dýpra en einstaklingur sem við höfum enga virðingu fyrir. Sá sem stendur nær einstaklingi á auðveldara með að styrkja eða veikja sjálfsmynd okkar fer allt eftir því hvernig við lítum á einstaklinginn, hverskonar álit höfum við á viðkomandi (Evelyn Adolfsdóttir, Sigurbjörg G.Hannesdóttir, 2010).

Til þess að skynja líðan okkar með okkur sjálf þurfum við að nota okkur tilfinningar Viðhugsunum okkar höfum við tilfinngar til að bragðst við líkamleg viðbrögð. Einstaklingur sem ætlar að byggja sig upp og búa til gott sjálfsálit þarf að hugsa jákvætt, neikvæð hugsun dregur einstaklinga niður. Bæði tilfinningar og hugsanir snúa að sjálfmyndinni. Ef hugsanir eru neikvæðar þá er sjálfsmyndinn neikvæð. Sjálfmynd viltur mikið á andlegri og líkamlegri líðan. Við sínum sjáfsmyndina okkar fyrir öllum hvernig við berum okkur, hvernig sýn við höfum á lífið og á okkar eigin getu,færni, hæfileikum og trú (Evelyn Adolfsdóttir, Sigurbjörg G.Hannedóttir, 2010).

Orðið sjálfsmynd þýðir í raun hvernig mynd við höfum á okkur sjálf. Sjálfsmynd okkar veikist ef myndin sem við höfum af okkur sjáfum er ekki nógu góð. Sjálfmyndina er hægt að mæla með hinu mörgu sem lífið hefur upp á að bjóða eins og líðan, hamingja, árangur, sköpunargáfa, sambönd, öryggi, skyldur, atvinna og tilhugalíf. Bæði jákvætt og neikvætt umtal hefur áhrif á okkur en eru mismikil eftir því hver er að ganga eða lofa. Jákvætt og neikvætt umtal getur þýtt svo mikið það getur sett heilan dag úr skorðun og breytt ákvörðunartöku í daglegu lífi á öllum sviðum allt frá fataval, starfi, og makavals (Evelyn Adolfsdóttir, Sigurbjörg G.Hannesdóttir, 2010).

Öll þurfum við að glíma við vandamál misstór og erfið. Allt getur haft áhrif á sjálfsmyndinuna. Þegar miklar breytingar eru í umhverfinu geutr það reynst einstaklingnum mjög erfið og þar af leiðiandi haft slæm áhrif á sjálfmyndina sína. T.d. skilnaður, foreldrar, flutningar, nýr staður, nýr vinir, nýtt umhverfi, nýr skóli þessi þættir geta valdið streittu og einstaklingnum líður ekki öruggum og getur þar af leiðandi haft skæm áhrif. Þvi miður er það nú enþá að þeir slæm fjármálastaða getur einstaklingum færri tækifæri og getur þar að leiðandi ekki verið jafn við aðra sem eru af betra efnahægi upp bornir. Eins mikið happdrætti það nú er (Umhuga, 2008).

Það er mjög mikilvægt að hafa jákvæðni að leiðarljósi, þegar við viljum öðlast góða sjálfsmynd. Þegar Lýðheilsustöð var með átakið um geðrækt, voru gefin út geðorðin tíu að fyrirmynd Bíblíunnar eða boðorðana tíu. þetta voru mjög uppbyggilegar setningar, með jákvæðina í fyrirrúmi. Víða á ískápum landsmanna mátti sjá geðorðin 10, þar sem þau voru gefin út á eins konar segulplatta, sem komið var fyrir á ískáp, til að minna almenning á jákvæða hugsun (Evelyn Adolfsdóttir, Sigurbjörg G Hannesdóttir, 2010).

Sjálfsmynd og holdarfar

Erna Matthíasdóttir vann meistaraprófsritgerð við Háskólanum í Reykjavík sem fjallaði um sátt Íslendinga á aldrinum 18-79 ára við eigin líkamsþyngd. Var þetta fyrsta verkefnið sem unnið hefur verið með þessum hætti, og hefur sambærileg greining hefur ekki verið gerð áður á Íslandi. Rannsóknin byggði á fyrirliggjandi gögnum frá Lýðheilsustöð úr spurningakönnuninni „Könnun á heilsu og líðan Íslendinga“. Í rannsókninni var byggt á svörum 5.832 einstaklinga á umræddu aldursbili.

,,Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tæplega 43% Íslendinga á aldrinum 18-79 ára eru ósáttir við líkamsþyngd sína. Jafnframt telur meirihluti Íslendinga á þessum aldri að þeir þurfi að létta sig eða tæplega 72% og margir gera tilraunir til þess,, (Erna Matthíasdóttir, 2008, bls. 4)
,,Konur eru almennt ósáttari en karlar. Um 50% kvenna eru ósáttar við þyngd sína en rúmlega 35% karla. Rúmlega 80% kvenna telur sig þurfa að léttast en tæplega 63% karla,, (Erna Matthíasdóttir, 2008, bls. 4) 

Það er ekki tilgreint í könnuninni af hverju fólk vill léttast, þ.e. hvort það er til að létta á stoðkerfi líkamans, eða til að bæta útlit sitt. Það er þó líklegra að „fagurfræðilegi“ þátturinn vegi þyngra og að fólk vilji líta betur út (Erna Matthíasdóttir, 2008).

Ímynd og Staðalímynd samfélagsins og áhrif hennar

Í heiminum í dag ríkir ákveðin staðalímynd hins ,,fullkomna’’ líkama og hún misjöfn eftir hvar í heimnum við lítum. Þessi ímynd um hin fullkomna líkama er misjöfn eftir áratugum. Það sem er litið verða staðalímynd nútímans var til dæmis litið hornauga áratuginum áðurfyrr. Nútíma staðalímynd kvenna er að vera grannvaxin og karlar eiga helst að vera það sem kallast ,,massaður’’ í dag, og þýðir að vera í góðu formi með sýnilega vöðva (Erna Matthísardóttir, 2008).

Þessi þráhyggja um að standast kröfur staðalýmindunar eru ganga svo langt hjá mörgum að óæskilegar aðferðir eru notaðar, td. að svelta sig, sterar , ,,jójó’’ megrunarkúrar, og galdratöflur sem eiga láta þig grennast á viku. Þetta fer allt mjög illa með líkamann og þetta getur í mestalagi gefið árangur í stuttann tíma. Kílóin koma tvöfalt meiri tilbaka, og það brýtur sjálfstraust persónunar (Erna Matthísardóttir, 2008).

Hvað varð um það lifa eðlilega heilbrigðum lífstíl, stunda hreyfingu (sem þér þykir skemmtileg og veitir þér hamingju) og vera sátt með þitt vaxtarlag. Það er ekkert að því að vera með línur eða vera ekki alveg nákvæmlega eins og frægasta undirfatamódel heims. Það sem skiptir máli er að hver sé sáttur og líði vel með sinn líkama eins og hann er, og þá meina ég á meðan hann er heilbrigður að sýnu leiti (Erna Matthísardóttir, 2008).

Áhrif næringar á heilsu okkar

Hollt mataræði er afar mikilvægt og vegur miklumáli og er lykilþáttur í átt að góðum og heilbrigðu liferni. Hreyfing á hverjum degi og góð næring er stór þáttur einnig afar nauðsynlegt og má segja að sé undirstaða heilbriðgs lífs. Lýðheilsustöðvar-manneldisráðs hefur gefið út ráleggingar bæði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri og uppúr um mataræði og næringa gildi fæðu. Holl fæða, reglulegar máltíðir, hæfilegt magn, fjölbreytt fæði og matvæli sem eru næringarrík þetta er það sem skiptir höfuð máli og er grundvöllur góðrar matarvenju. Má nefna grænmeti, gróft kornmeti, belgjurtir, ávextir, fituminni mjólkurörur, þorskalýsi, fisk , margurt kjöt og margt fleira er dæmi um mjög gott matvæli. Úr matvæli fáum við orku til að takast á við daginn og góðar matarvenjur er þá undirstaða þess hvar við fáum orkuna fyrir daginn og löngun til þess að hreyfa okkur og taka virkan þátt í samfélaginu (Lýðheilsustöð, 2008).

Hér áður fyrr var áhyggjuefnið okkar næringarskortur tengt fæðu en þróun hefur ekki eytt þessum áhyggjum heldur eru fleiri áhyggjuefni búin að bætast í hópinn á borð voð ofát og illa samsettar fæðu (Ólafur G. Sæmundsson, 2007).

Þetta líferni og matarvenjur er ekki hægt að rekja til góðs heldur frekar alvarlega sjúkdóma á borð við ýmdar tegundir krabbameins, hjarta og æðasjúkdóma og sykursýki. Hvernig staðan okkar er í dag höfum við geta beygt frá mögum alvarlegum tilfellum en það breytir því ekki ef við förum ekki að snúa við blaðinu eru lífslíkurnar fyrir vora næstu kynslóð ekki svo bjartar. Lífslíkurnar fyrir næstu kynslóðar fara dvíandi Ef við rekjum söguna aftur og skoðum þetta nánar og miðum við sögu kynslóðirnnar á undan þá er þetta í fyrsta skipti í sögunni þar sem lífslíkur næstu kynslóðar fara dvínandi (Ólafur G. Sæmundsson, 2007).

Jafnvægi skiptir höfuðmáli og er oft hætta á því að ofgera. Hægt er að segja oftast nær tökum við okkar eigin ákvarðanir um hvaða fæðu við látum ofan í okkur. Líkaminn okkar þarf á ákveðnum næringarefnum að halda en of mikil neysla getur aft veruleg slæm áhrif á líkama okkur og þess vegna er jafnvægið svo mikilvægur liður í mataræðinu. Slæmar ákvarðanir í fæðuvali hafa sýnt hræðinleg áhrif á heilsu,líðan og líkama okkar til lengri tíma litið. Slæmar ákarðanir í matarvenju, eiga þann möguleika að flýtta fyrir hrörnun líkamans og geta leitt til ýmsa sjúkdóma og vandamála (Ólafur G. Sæmundsson, 2007).

Heilsa er mikilvæg og því mikilvægt að rækta hana og sinna henni vel og af heilum hug ekki hálfum. Næring er talin vera góð forvörn fyrir heilsu okkar og minnkar einnig þær líkur á sjúkdómum sem gæti hrjáð okku á lífsleiðinni þá á borð við áunna sjúkdómi. þá tala ég t.d. um áunna sjukdóma. Næringu fáum við úr fæðu sem á hverjum degi við neytum. Matvörur gefa okkur þau næringarefni og orku sem við þurftum í hið daglega líf. Næringinn hefur áhirf á andlega líðan okkur og líkamlegt heimbrigði (Lýðheilsustöð, 2006).

Lokaorð 

Niðurstaða mín eftir samningu þessarar færslu er sú að hreyfing sé öll af hinu góða. Hún hefur mikil jákvæð áhrif bæði á félagslega og andlega líðan okkar. Hún hjálpar okkur til að hamla gegn „lífsstíls“ tengdum sjúkdómum, svo sem kyrrstöðu (setu) vinnu, óhóflegri inntöku á fæðu sem líkaminn kann ekki betra úrræði við en að setja í geymslu og bíða „hörðu áranna“ og ruglar þar með upp í allri okkar líkamsdýrkun.

Það má nálgast viðfangsefnið á margan hátt, líkt og ég sagði í inngangi verkefnisins. Spurningarnar sem spurt var leiddu verkefnið áfram, og mér finnst þetta hafa verið áhugavert og fræðandi, að kafa með þessum hætti ofan í viðfangsefnið.

Niðurstaða mín er því einhuga að hreyfing, ásamt hollu og góðu mataræði, hafi mjög góð áhrif á félagslega og andlega líðan. Það gleður mig að „fræðin“ og mín eigin reynsla fara saman hvað þetta varðar.

Færslan er skrifuð af Sæunni Tamar og birtist upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.