fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

5 skýr merki þess að kominn sé tími til þess að slaufa sambandi

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 12. október 2018 09:30

Upset young woman sitting with her husband in the background

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er spenna í sambandinu sem þú ert í?  Yfirleitt eru stærstu mistökin sem fólk gerir að vera of lengi í sambandi sem stefnir í ógöngur. Ef þú elskar sjálfa/n þig og hinn aðilann ættir þú að vera heiðarleg/ur og taka hugrakka ákvörðun sem frelsar ykkur bæði undan oki sambands sem er ekki lengur gefandi. Ef þú gerir það eigið þið bæði möguleika á að upplifa ósvikna ást.

Hvernig veistu að það sé kominn tími til þess að slaufa sambandinu? Hér eru 5 skýr merki þess:

1. Það eru fleiri erfiðar stundir en góðar í sambandinu
Hamingjusöm, heilbrigð ást lætur þér líða vel. Auðvitað kemur það fyrir, jafnvel í bestu samböndunum að fólk rífist, en ef þú ert leið/ur nánast öllum stundum og upplifir kvíða eða reiði æ oftar, er það skýrt merki um að það sé réttast að slíta sambandinu.

2. Það sem þér fannst áður sætt í fari hinnar manneskjunnar fer í taugarnar á þér
Oft laðast fólk að andstæðu sinni og í byrjun skapar það vissa spennu. Svo þegar tíminn líður geta þessir ólíku eiginleikar leitt til þess að fólk verður þreytt og pirrað á ólíkum hugsunarhætti hvors annars. Til dæmis ef frekar lokuð manneskja byrjar með einhverjum sem er alltaf hress og opinn og hrókur alls fagnaðar í partýum, getur verið að fyrst um sinn hafi manneskjunni fundist það þægilegt og skemmtilegt. Síðar finnst manneskjunni hegðunin bara sjúga alla orku frá sér og bera vott um daður. Þegar neistaflugið er hætt og flest rifrildi ykkar virðast vera vegna þess hve þið eruð ólík, er gott að átta sig á því að hvorugt ykkar þarf að breytast heldur hafið þið rétt á að vera þið sjálf. Þið eigið bara ekki vel saman.

3. Þú vilt fremur vera annarsstaðar, hvar sem er annarsstaðar!
Í byrjun sambandsins viljið þið vera saman öllum stundum. Þið sendið hvert öðru skilaboð og hringið til þess að bera saman bækur ykkar og finna tíma til þess að hittast. Þótt það sé eðlilegt að æsingurinn minnki og fólk fái aftur þörf fyrir að koma áhugamálum sínum að, þá er ekki eðlilegt að nenna ekki að hitta manneskjuna sem þú ert í sambandi með. Ef þér finnst þú ekki vilja sinna sambandinu og sjá til þess að þið getið hist, ef þú forðast símtöl eða ef þú stendur sjálfa/n þig að því í hvívetna að hafa skipulagt að gera eitthvað annað á þeim tíma sem þú hefðir getað hitt manneskjuna, þá er það vivörunarmerki sem þér ber að taka eftir. Að vera sinnulaus gagnvart manneskjunni sem á að skipta þig mestu máli, ber vott um að þér leiðist ekki aðeins sambandið heldur að sambandið hafi runnið sitt skeið og að þér standi eiginlega á sama. Betra væri að slíta sambandinu og vera vinir.

4. Þið lendið í sama rifrildinu aftur og aftur
Samband sem gengur vel gerir það m.a. vegna þess hve samstíga fólk er og hve vel þeim gengur að vinna úr þeim vandamálum sem koma upp. Það ber vott um að sambandið sé náið. Ef fólk rífst yfir því sama aftur og aftur ber það vott um hið mótstæða, þ.e að það sé lítil þróun í sambandinu og að þið séuð ekki í takt. Þetta er góð vísbending um að persónuleikar ykkar séu of ólíkir. Það er betra að viðurkenna að ykkur gengur ekki vel að eiga samskipti heldur en að líta framhjá því. Ef góð samskipti eru ekki til staðar er enginn grundvöllur fyrir sambandinu. Ef þið getið ekki mætt þörfum hvers annars þá er betra að finna sér einhvern sem þarf ekki að snúa upp á handlegginn til þess að vera eins og þú vilt.

5. Þú tekur eftir öðru fólki mun oftar en áður
Þegar fólk er ástfangið getur það varla haft augun hvort af öðru. Það er sem þessi eina manneskja geti látið þig fá fiðring í magann. Ef allt í einu manneskjan fyrir aftan afgreiðsluborðið lætur þig fá fiðring í magann, einhver sem gengur framhjá er kynþokkaful/ur, eða að þú stendur sjálfa/n þig allt í einu að því að finna afsakanir til þess að tala við einhverja eina ákveðna manneskju, hvað þá ef þú þiggur hádegisverðarboð með fyrrverandi, þá máttu gera fastlega ráð fyrir því að þú sért ekki lengur með hjartað á réttum stað. Við slíkar aðstæður er best að líta inn á við og reyna að skilja hvað veldur. Betra er að slíta sambandinu áður en siglt er á ný mið.

Heimild: Jennifer Oikle, Ph.D. Huffington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.