fbpx
Bleikt

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. október 2018 14:14

„Hér getið þið sett okkur lífsreglurnar fyrir samband. Það er ekkert sem verður ekki tekið til greina.“ Þannig hljóðaði status sem Elva Meldal setti inn í grúppuna Brandarasíða fyrir lengra komna á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hér er að finna ráð frá íslenskum karlmönnum sem þeir telja lykilatriði svo sambandið verði hamingjuríkt.

Alexander Jóhannesson

„Þögn er gulls ígildi.“

Ingimar Eydal Óskarsson

„Stundum höfum við rétt fyrir okkur, ekki oft en stundum, respect that.“

Ólafur S. Arason

„Stundum erum við ekki að hugsa neitt og okkur líður vel.“

Elvar Steinn Ævarsson

„Ef karlmaður segist ætla að gera eitthvað…. þá gerir hann það! Það er alger óþarfi að minna hann á það á sex mánaða fresti!“

Erlingur Pálmason

„Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

Jón Helgason

„Já, elskan þú hefur rétt fyrir þér.“

Ólafur Unnar Jóhannsson

„Ekki gera grín að veikum karlmanni. Við kvörtum ekki fyrr en við erum komnir í lífshættu. Men-flu er stórhættulegur sjúkdómur.“

Daníel Sigurðsson

„Ef þið eruð ekki sáttar við okkur eins og við erum ekki reyna að breyta okkur, finnið ykkur annan karl því við erum ekki sá rétti fyrir ykkur.“

Daði Hrafn Sigurðsson

„Við erum orðnir svangir líka, for the love of GOD, veldu stað til að borða á !!!“

Emil Örn Þórðarson

„Ef það er eitthvað sem margar konur misskilja oft og endar ófáum sinnum í tilgangslausu rifrildi er það þetta: Menn eiga það til að sýna tilfinningar sínar eða áætlanir í verkum frekar en orðum. Til dæmis, hann er ekki vanur að vera sá sem tekur alltaf til eða lagar hluti í húsinu. En einn daginn fer hann að gera þessa hluti. Það eru skýr merki að hann sé að vinna í sambandinu. Í okkar huga segja svona verk miklu meira en nokkurn tímann eitthvað sem sagt er í orðum.“

Gunnar Jörvi Ásgeirsson

„Notið orðasamhengið „við þurfum að plana svo lítið“ frekar en „við þurfum að tala saman“. Ég veit ekki hversu oft ég hef gengið upp að þeirri fallöx með hjartað í hálsinum og svo er bara farið að tala um hvað eigi að vera í matinn.“

Keli Rockhound

„Reynið að finna áhuga á uppáhalds tölvuleik mannsins þíns, það er the goal to success.“

Magnfreð Ingi Jensson

„Ef kona vill gleðja karlmann, færir hún honum ís kaldan BJÓR“

Haffi Haff

„Munnmök geta skipt sköpum“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Endurgerði húsgögn í réttri stærð fyrir ketti

Endurgerði húsgögn í réttri stærð fyrir ketti
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Agnes um leikskólana: „Mér er ekki sama um það hver er að hugsa um hana átta klukkutíma af sólarhringnum“

Agnes um leikskólana: „Mér er ekki sama um það hver er að hugsa um hana átta klukkutíma af sólarhringnum“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hvernig og hvenær átt þú að ræða fíkniefnaneyslu við börnin þín – Níu ráð

Hvernig og hvenær átt þú að ræða fíkniefnaneyslu við börnin þín – Níu ráð