fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Bleikt

Agnes um leikskólana: „Mér er ekki sama um það hver er að hugsa um hana átta klukkutíma af sólarhringnum“

Vynir.is
Miðvikudaginn 10. október 2018 13:30

Það er morgun klukkan er 05:30 ég vakna við sömu fallegu röddina og alla aðra morgna.
„mamma mamma MAMMA“ hvað Amilía? klukkan er nótt! „hvar er duddan mín?“ Amilía ég hef ekki hugmynd liggurðu ekki bara ofan á henni? „mamma ég finn ekki dudduna mína hvar er duddan!?“ Amilía ég veit ekki hvar hún er.(finn hana svo undir mér og komin með flott far á bakinu eftir dudduna)
við förum svo aftur að sofa.

06:23 „Mamma það er komin dagur“ Amilía mamma er svo þreytt eigum við ekki að kúra smá?
„Nei ég þarf að pissa“ ok farðu þá niður að pissa kallaðu svo. 30 sek seinna „MAMMA ég er búúúúin“ Jæja let’s go skeini henni og svo tekur gamanið við.

Ég fer og hjálpa litlu dívunni að velja föt. Helst myndi hún vilja vera í leggings og bol, en það er ekki í boði því það er ískalt úti. „En mamma það er sól úti“ Nei Amilía það er skítakuldi úti og það er ennþá kolsvarta myrkur, gleymdu þessu. Eftir eitt gott frekjukast náum við sáttum um það að fara í gallabuxur og Frozen peysu. Jæja nú dríf ég mig að greiða á mér hárið og taka mig til, á meðan situr hún að horfa á hvolpasveit. Ég nýti friðinn og greiði á henni hárið.

Tími til að fara út. Við keyrum af stað í leikskólann og á leiðinni er sungið og spjallað og Amilía vísar mér leiðina í leikskólann sem er í 4 km fjarlægð, hún þekkir nánast allar leiðir  í leikskólann það eru nokkrar. Alveg ótrúlegt að 3 ára barn viti meira en ég.

Við erum komnar á leikskólann, „Mamma ég ætla ekki að leika mér mikið í dag bara úti“ ok Amilía mín, flýtum okkur mamma er alveg að verða sein í vinnuna. „Mamma þú mátt alveg vera í leikskólanum mínum“ æji takk ástin mín, en mamma þarf að fara í vinnuna núna.
Svo tekur við kveðjustund og ég kyssi hana og knúsa. „MAMMA líka nebbakoss“ okok fyrirgefðu fröken ég elska þig „Mamma love júúú“ Sjáumst á eftir eigðu góðan dag.

Ég sé hana ekki í 8 klukkutíma meðan ég fer að vinna.
Ég treysti flottu leikskólakennurunum hennar 100% fyrir henni og hef aldrei haft neinar efasemdir um neitt í starfsemi leikskólans.

Því miður þá þarf Amilía að skipta um leikskóla fljótlega, þar sem við keyptum okkur hús í Keflavík í nóvember í fyrra og leikskólinn hennar er í innri Njarðvík. Það eru margir að benda mér á að ég þurfi að fara að skipta um leikskóla svo hún þekki einhvern sem mun fara með henni í grunnskóla.

Ég veit það, en það er alls ekki eins auðvelt og að segja það. Eflaust er erfiðara fyrir mig heldur en hana að skipta um leikskóla, en það er ekki hægt að vita það fyrir fram.
Ég á ótrúlega erfitt með þessar breytingar, henni líður svo vel í þessum leikskóla og hann hentar henni svo vel stefnan er skemmtileg og leikskólinn lítill og kósý og heimilislegur.

Ég er hrædd um að hún verði reið eða sár út í mig eða Óla að vera að taka hana úr leikskólanum sínum. Slíta sambandi hennar við deildarstjórann  hennar sem er ein stærsta fyrirmynd hennar í lífinu, hún talar um hana alla daga heima og alla góðu vini sína.

Áður en ég varð mamma þá hefði mér aldrei dottið í hug að það væri eitthvað mál að skipta um leikskóla, en það getur bara verið heil mikið mál. Kannski er ég að mikla þetta fyrir mér, en þetta er stór ákvörðun sem ég verð að fara að drattast í að taka, eða kannski finnst mér það bara ekki skipta máli í hvaða leikskóla hún er upp á grunnskóla að gera. Ég meina ég var í 4 grunnskólum.
Hver veit hvort við munum búa á sama stað eftir 3 ár?

Eitt veit ég allavega og það er að ég vil að barninu mínu líði vel og að mér líði vel með þessa ákvörðun. Mér er ekki sama um það hver er að hugsa um hana átta klukkutíma af sólarhringnum. Þessar manneskjur fá að eyða meiri tíma með barninu mínu heldur en ég sjálf, þá finnst mér bara í góðu lagi að taka sér tíma í að velja hvað er barninu mínu fyrir bestu. Því hún er númer 1,2,3.

Mamma elskar þig endalaust villingurinn minn.

Færslan er skrifuð af Agnesi og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Bleikt
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“

15 ára stúlka vaknaði við að ókunnugur maður sat á rúminu – „Skelfingin minnkaði ekki þegar ég sá hver maðurinn var“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“

Guðrún Lára ólst upp við óreglu og drykkju á jólunum: „Pabbi sat bara fullur og röflaði“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“

Kærasti Söru Heimis á ný á sjúkrahúsi: „Svo stolt af þér elskan“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“

Pixee Fox er háð lýtaaðgerðum – Sjáðu hana fyrir og eftir: „Ég hef aldrei upplifað mig sem mennska“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni

Ungri leikkonu haldið nauðugri í kjallara í þrjá daga: Frida Farrell lýsir skelfilegri reynslu sinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder

Þetta eru vinsælustu störfin á Tinder
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019