fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Mynd dagsins: Ef þú gætir séð vefjagigt þá liti hún svona út

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefjagigt einkennist af langvarandi útbreiddum stoðkerfisverkjum ásamt fjölmörgum öðrum einkennum. Þetta sjúkdómsástand hefur verið þekkt í mörg hundruð ár og verið nefnt ýmsum nöfnum í gegnum tíðina. Árið 1990 voru alþjóðleg greiningarskilmerki ákveðin og sjúkdómnum gefið nafnið vefjagigt.

Hverjar hugsanlegar skýringar geta verið á slíkum sjúkdómi? Ekki hægt að benda á neina einstaka orsök.

 Algeng einkenni vefjagigtar:

Verkir. Þreyta. Svefntruflanir. Morgunstirðleiki. Lestrar-, tal- og minniserfiðleikar. Einbeitingarskortur. Svíðandi tilfinning í húðinni. Náladofi og dofatilfinning í fingrum, tám og í kringum munninn. Þunglyndishugsanir. Höfuðverkur. Jafnvægisröskun. Hjartsláttarköst og andþrengsli. Órólegur ristill og þvagblaðra. Tíðatruflanir (sársaukafullar, óreglulegar og miklar blæðingar). Streita og óróleiki í líkamanum. Aukin næmni gagnvart sterkri lykt, sterku ljósi og hávaða

Það er engin meðferð til sem læknar vefjagigt að fullu. Meðferðin beinist að því draga úr eða ráða bót á þeim óþægindum sem fylgja sjúkdómnum.

Mikilvægast er að þú og þínir nánustu séuð virk í meðferðinni og leitið sjálf leiða til að finna út hvað er best. Einn af grunnþáttum meðferðarinnar er að vera eins virk/ur og mögulegt er til að koma í veg fyrir félagslega einangrun sem auðvelt er að lenda í.

Hjördís Arnarsdóttir skrifaði meðal annars um vefjagigt á Bleikt:

Það að vera með vefjagigt er ekki bara að lifa með verkjunum og þreytunni. Við þurfum að kljást við fordóma frá samfélaginu og oft eru læknar eða aðrir meðferðaraðilar engu skárri en aðrir. Ef þú hittir mig þá sérðu það alls ekki utan á mér hvernig mér líður, ég lít út fyrir að vera fullkomlega heilbrigð! Flesta daga geng ég fullkomlega eðlilega og brosi.

Ég notast ekki við nein hjálpartæki og virðist ekki þurfa hjálp við daglegar athafnir. En það er aðeins út á við. Það sem vefjagigtarsjúklingar eiga eflaust allir sameiginlegt er að vera ofur samviskusamir, gera helst ekkert nema 100%, flestir eru með fullkomna mætingu í vinnuna, þangað til við krössum, og svo framvegis. En aftur segi ég, þetta er aðeins út á við. Innra með okkur erum við oft hálfgrátandi yfir að vera að vinna þetta og þurfum að berjast við að halda brosinu út á við. Fæstir segja frá því að þeir séu með vefjagigt því þá eru þeir bara taldir aumingjar, að þeir séu að ýkja verki eða veikindi og að þetta sé nú bara ruslakistugreining! Við eigum bara að fara út að labba, borða hitt eða þetta, ekki borða hitt eða þetta og þá verðum við heilbrigð.

Ég kem aldrei til með að læknast af þessum sjúkdómi, ég mun bera hann alla ævi. Vegna eigin þekkingarleysis fyrstu árin með sjúkdóminn keyrði ég mig út og skemmdi meira að segja mína möguleika til þess að bæta heilsuna. Ég telst vera með virkilega slæma vefjagigt en vefjagigtinni er skipt í nokkur stig. Vegna þess hversu slæm ég er mun heilsan mín aldrei verða betri. Það sem ég get hinsvegar gert er að læra að lifa með þessu og lært betur á hvað ég get og hvað ég get ekki, því orkan er jú MJÖG takmörkuð. Ef tekist er á við vefjagigtina strax með réttum leiðum getur verið auðvelt að halda henni í skefjum áður en hún er komin í óefni! Þess vegna mæli ég með því að ef einhver grunur sé á að þú sért með vefjagigt, gríptu í taumana strax! Ekki keyra þig út og ætlast svo til þess að fá heilsuna aftur eftir það. Það er vonlaust, ég lærði það erfiðu leiðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.