fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Már Númason hefur undanfarna mánuði barist með konu sinni, Halldóru Helgu Valdimarsdóttur við áfallastreituröskun og þunglyndi. Fyrir nokkrum vikum var Halldóra aðframkomin af sársauka og gekk hún inn á geðdeild til þess að sækja sér hjálp. Í kjölfarið fékk Andri mikið áfall og festist hann í kvíðakasti sem tók hann marga daga að róa niður.

„Konan mín er á Klepp. Ef þessi setning stuðaði þig þá mátt þú endilega senda mér línu og ég skal fræða þig um að Kleppur er spítali, eins og aðrar deildir LSH. Ef þú ert ekki til í það þá mátt þú setja mig af vinalistanum,“ á þessum orðum hefur Andri stöðuuppfærslu sína á Facebook þar sem hann greinir frá þeim veikindum sem kona hans hefur þjáðst af undanfarið. Færsla Andra hefur gengið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem fólk hampar honum fyrir það að opna á umræðuna.

Sá ekki hvað hún þjáðist mikið

„Konan mín er með áfallastreituröskun og þunglyndi í kjölfarið á því. Hún hefur þjáðst óskaplega með sínum sjúkdómi og ég líka. En konan mín er hetja. Hún var alveg aðframkomin, sársaukinn var búinn að soga alla gleðina úr lífinu en samt hélt hún áfram að berjast fyrir sér og lífinu sínu. Hún labbaði sjálf inn á geðdeild til þess að fá fleiri verkfæri til að ná áttum, til að ná slökun, til að ná að finna gleðina sem býr í henni. Mögulega mun hún segja núna að það sé ekki satt því ég hélt í hendina á henni. En hún labbaði alveg sjálf, hún framkvæmdi þetta sjálf. Hún hefur sýnt ótrúlegan styrk í að vinna sig áfram, í að vinna sig í átt að gleðinni. Hún er hetja!“

Andri greinir frá því að undanfarnir mánuðir séu ekki búnir að vera fjölskyldunni auðveldir en hjónin, sem eru ný flutt til Hveragerðis eiga tvo drengi sem einnig þurfa aðhald.

„Síðustu mánuðir eru búnir að vera rússíbani. Heimurinn minn hrundi þegar ég labbaði út í bíl og áttaði mig á því hversu mikið hún hafði þjáðst og ég ekki séð. Óttinn kramdi mig. Ég tók upp símann til þess að láta mömmu vita og athuga með strákana okkar og tárin byrjuðu að flæða. Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát. Það fór svo margt í gegnum hausinn á mér. Ég var skelfingu lostinn, hræddur, kenndi sjálfum mér um en var glaður að hún væri á öruggum stað. Ég grét og grét. Aldrei hafði ég kynnst því áður að geta ekki stoppað, að ráða ekki við tilfinningarnar.“

Auðvelt að detta í sama farið

Í kjölfarið fékk Andri sjálfur áfall og festist hann í kvíðakasti sem tók hann marga daga að ná sér niður úr.

„Það tók mig eina utanlandsferð með tjald og bakpoka og um 100 kílómetra af göngu til þess að ná að róa mig niður. Ég ætla ekki að ljúga því að sjálfum mér eða öðrum að ég sé alveg kominn yfir áfallið. Vegginn sem ég lenti á þarna, ég er ennþá að byggja heiminn minn upp aftur. En kosturinn er að við getum byggt okkar heim upp aftur eins og við viljum að hann sé. Við þurfum ekki að vera bundin af fyrirfram skilgreindum hlutum um hvað á að vera eða átti að vera samkvæmt vísitölufjölskyldunni. Við höfum frelsi til þess að njóta lífsins eins og við viljum því þetta er okkar líf og við ætlum að njóta þess.“

Segir Andri að auðvelt sé að detta í sama gamla farið og að oft eigi hann erfitt með að skipuleggja sig.

„Ég er oft þreyttur, oft næ ég ekki að slökkva á heilanum og sofa vel. Oft gleymi ég að gera það sem hjálpar mér að slaka á. Oft er erfitt að búa til tíma í það, oft er erfitt að skipuleggja sig og það er ennþá erfiðara þegar ég þarf á því að halda. Það er svo auðvelt að detta í sama gamla farið og það er oft erfitt að halda í nýja vana.“

Áttar sig á því hverjir eru þeirra raunverulegir vinir

Andri segist hryggur að upplifa það að eftir að veikindin herjuðu á fjölskylduna þá hafi vinunum fækkað.

„Vinalistinn minn hefur styðst, fólk tekur svona hlutum greinilega mismunandi og hryggir það mig stundum að hraðavalið á símanum sé minna en það var. Mér finnst ég hafa upplifað klisju hérna en merkilegt nokk, þá er hún sönn að einhverju leiti. En á sama tíma hefur fjöldinn allur af fólki svo sannarlega tekið undir handarkrikann á mér og oft lyft mér upp þegar ég hef verið kominn á hnén. Ég veit ekki hvernig ég get sýnt fólki það þakklæti sem það á skilið. Ég þarf að læra það og halda áfram að æfa mig í því. Takk allir sem hafa passað upp á mig, hjálpað mér, klappað mér á bakið og ýtt mér áfram þegar ég þurfti á því að halda. Þrátt fyrir klisjuna hér að ofan þá hafa mun fleiri stokkið fram og gert sitt besta og rúmlega það til þess að auðvelda okkur lífið. Mér, Halldóru og strákunum.“

Segist Andri hafa tekið ákvörðun um að skrifa niður hugsanir sínar og deila þeim opinberlega til þess að brjóta niður glamúr samfélagsmiðlanna.

„Þetta setur líf okkar Halldóru og „hegðun“ síðustu árin í samhengi fyrir þá sem ekki hafa vitað hvað gekk á. Kannski getum við hjálpað einhverjum sem á um sárt að binda en þorir ekki að tjá sig um það. Kleppur er stundum „dirty word“ sem fólk þorir ekki að nota og við ætlum að leggja okkar af mörkum við að breyta því. Kleppur er spítali, þar fer fram frábært starf til að hjálpa fólki að ná bata. Mig langar til þess að koma þessu út úr kerfinu af því að lífið hjá okkur öllum er upp og niður en tækifærin eru til staðar til þess að halda áfram. Til þess að sjá ljósið. Lífið er núna krakkar, njótum þess sem best við getum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?