fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Elín Fjóla er yngsti snappari landsins: „Hún er alveg ekta búkona, með allt á hreinu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Fjóla er tveggja ára búkona sem elskar að elda með mömmu sinni, Jónu Hammer. Þær mæðgur brasa mikið saman og fór Jóna að taka upp myndbönd af Elínu sem slógu í gegn hjá vinum þeirra.

„Þetta byrjaði þannig að hún Elín Fjóla vildi alltaf vera með mér í eldamennskunni og öðru. Hún er alveg ekta búkona, með allt á hreinu. Svo er hún svakalega skýr í tali, bara tveggja ára gömul,“ segir Jóna í samtali við Bleikt.

Fyrsta myndbandið sem þær mæðgur gerðu var þegar Elín var að elda pylsur og í kjölfarið bað fólk um fleiri myndbönd af henni.

„Fólk bað um að fá fleiri vídeó af henni vera að græja kvöldmatinn svo ég bjó til snapp fyrir hana. Það heitir bubbabrasar og sýnum við frá því hvað hún er að brasa.“

Eldamennskan er þó ekki eina áhugamál Elínar en hún á einnig fjóra sleðahunda sem hún sinnir með móður sinni þar sem þær búa í Klettagljúfri rétt fyrir utan Hveragerði.

„Henni finnst þetta ekkert mál, hún er svona allt í öllu kona.“

Myndband af Elínu má sjá hér að neðan og má með sanni segja að þessi unga dama sé alveg með það á hreinu hvernig sé að vera snappari í dag:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Innleiða stafrænar stefnubirtingar

Innleiða stafrænar stefnubirtingar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur