fbpx
Bleikt

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. október 2018 17:00

Jack með eyrnalokka úr músum

Það hefur lengi tíðkast að menn noti skinn af dýrum til þess að halda á sér hita yfir vetrartímann sem síðar þróaðist út í tískuvöru sem hefur haldið vinsældum sínum í gegnum marga áratugi. Einnig fór fólk að stoppa upp dýr til þess að hafa á söfnum sem og inni á heimilum sem skraut. Misjafnar skoðanir eru á milli fólks um það hversu siðferðislega rétt það er að notfæra sér dýrin á þennan hátt.

Hvað sem því líður þá ætti það líklega að vekja flestum hálfgerðan hroll að sjá hvað Jack Devaney, frá Plymouth, sem starfar við það að stoppa upp dýr hefur verið að gera undanfarið. Metro fór og ræddi við Jack sem vakið hefur athygli út um allan heim fyrir verk sín.

Jack segir að upphaflega hafi hann fengið hugmyndina þegar hann var í háskóla og átti að gera verkefni sem myndi endurspegla fortíð þeirra en Jack vann í mörg ár við að hjálpa til við slátrun dýra.

Eðla á krossi

„Ég naut þess virkilega mikið, ég fékk að fylgjast með og læra hvernig það var gert. Þaðan fékk ég hugmyndina að vilja starfa við það að stoppa upp dýr, að taka kjötið og húðina af dýrunum og svoleiðis,“ segir Jack í viðtalinu. Segist hann hafa fengið hugmyndina af rottupennaveskinu í starfi sínu þar.

„Þetta er einfalt í rauninni, ég set rennilás niður hrygginn og yddara á bakið.“

Mús sem varð USB kubbur

Vinur Jack hvatti hann til þess að setja myndina á síðu á netinu sem kallast Imgur, sem hann gerði rétt áður en hann fór að sofa eitt kvöldið.

„Ég vaknaði svo í brjálaðri stöðu,“ segir Jack en myndin hafði farið á flakk um allt Internetið á meðan hann svaf. Síðan þá hefur Jack hannað ýmiskonar annan varning sem fólk hefur tekið misvel í.

„Það eru þó fleiri sem líkar við vörurnar heldur en þeir sem eru á móti þeim.“ Það tók Jack smá tíma að komast á þann stað að gera þetta að fullu starfi en í dag starfar hann eingöngu við það að búa til skrautmuni úr dýrum.

Rotta með hjartalaga skott

„Ég kaupi dýrin frosin frá dýrabúðum. Allar rotturnar og flestar kanínurnar. Sum koma frá sóttvarnarstarfsmönnum. Það sem gerist, gerist. Það er brjálæði hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu. Ég reyni bara að halda í við pantanirnar.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

5 skýr merki þess að kominn sé tími til þess að slaufa sambandi

5 skýr merki þess að kominn sé tími til þess að slaufa sambandi
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Reynir hefur háð baráttu við fíkniefni frá unglingsaldri: Ótrúleg upprisa frægasta snappara landsins – Sjáðu myndbandið

Reynir hefur háð baráttu við fíkniefni frá unglingsaldri: Ótrúleg upprisa frægasta snappara landsins – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum