fbpx
Bleikt

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. október 2018 13:23

Vera Wonder Sölvadóttir greinir frá því á samskiptamiðlum að brotist hafi verið inn í ökutæki hennar í miðbænum. Er þetta í þriðja sinn sem Vera verður fyrir barðinu á þjófum. Í þetta sinn stálu þeir síma, innkaupapoka úr Nettó sem Logi vinur hennar átti og svo sundskýlu. Þá óttaðist Vera að hún hefði glatað dýrmætum hlutum úr æsku sinni.

„Í skottinu var lítil kista með gömlum bréfum, dagbókum, verðlaunagripum og fleiru sem er mér mjög kært. Logi hringdi í mig til að tilkynna mér þetta í gær. Frekar leiðinlegt mál.“

Ekki leið á löngu þar til Vera fékk skilaboð frá stúlku sem hafði fundið kistilinn „með einkamunum mínum og leyndarmálum í garðinum sínum á víð og dreif. Hún taldi þetta vera þýfi.“

Stúlkan lét lögregluna vita. Vera hrósar lögreglunni fyrir skjót og góð viðbrögð. Vera segir að lokum:

„Hún hafði látið lögguna vita sem bankaði upp hjá mér um miðja nótt til að skila mér kistlinum. Takk lögga!“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hvernig og hvenær átt þú að ræða fíkniefnaneyslu við börnin þín – Níu ráð

Hvernig og hvenær átt þú að ræða fíkniefnaneyslu við börnin þín – Níu ráð