fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Höfuð Heiðbjartar klemmdist í rafknúnum læknabekk: „Höfuðið á henni var fast og bekkurinn hélt áfram að ganga“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er versta matröð foreldra að missa barnið sitt. Þann 29. september síðast liðinn komumst við maðurinn minn nálægt því þegar tveggja ára gamla dóttir okkar klemmdist í læknabekk á læknavaktinni,“ segir Inga Hrönn Kristjánsdóttir móðir Heiðbjartar Höllu á bloggsíðu sinni Mamacita.

Inga Hrönn

Höfuð Heiðbjartar klemmdist illa á milli tveggja rafknúinna arma á læknabekk á læknavaktinni við háaleitisbraut og héldu foreldrar hennar að þau væru að fara að missa dóttur sína beint fyrir framan augum sér. Rúv greindi fyrst frá atvikinu en þar segir Albert Símonar son faðir Heiðbjartar að hann hafi gert allt til þess að reyna að stöðva bekkinn en ekkert hafi gengið.

Héldu að þau væru að horfa á höfuð dóttur sinnar kremjast

„Ég hélt án gríns að ég væri að fara að missa dóttur mína þarna. Hún væri annað hvort að fara að kafna eða að höfuðið á henni væri að fara að kremjast þarna beint fyrir framan mig. Við kölluðum bara „hjálpið okkur, hjálpið okkur, stoppið bekkinn“. Læknirinn fer að labba í kringum hann en kunni ekki á bekkinn. Ég var farinn að öskra úr mér lungun og konan mín líka.“

Inga Hrönn lýsir atvikum sem svo að dagurinn hafi byrjað eins og flestir aðrir dagar.

„Við vöknuðum með börnunum, kveiktum á barnatímanum og borðuðum morgunmat. Börnin okkar þrjú voru öll búin að vera slöpp og ákváðum við því að fara með þau öll á læknavaktina í skoðun. Þegar röðin kom að okkur byrjaði læknirinn á því að skoða elsta son okkar, því næst dóttir okkar og síðast yngri strákinn okkar. Þegar því lauk þurfti hann að taka strok hjá elsta syni okkar og var hann frekar órólegur. Það næsta sem gerðist gat enginn séð fyrir en dóttir okkar stakk höfðinu undir læknabekkinn og festist þar. Maðurinn minn tók strax eftir þessu og fór á eftir henni til þess að taka hana undan bekknum þegar hann áttar sig á því að höfuðið á henni var fast og það sem verra var að bekkurinn hélt áfram að ganga. Þetta gerðist á aðeins nokkrum sekúndum.“

Aldrei verið jafn hrædd á ævinni

Segist Inga Hrönn aldrei hafa verið jafn hrædd á ævi sinni.

Heiðbjört Halla

„Við fórum strax í það að reyna að losa hana og setti maðurinn minn fingurnar á milli til þess að reyna að stöðva tækið en það hægðist einungis á því. Í augnablik héldum við að tveggja ára gamla dóttir okkar væri að fara að deyja fyrir framan okkur. Á þeirri stundu horfði ég á hana og öskraði „Nei,nei,nei!“ Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrædd, jafn skelfingu lostin og engu að síður maðurinn minn. Það var ekki fyrr en læknirinn tók bekkinn úr sambandi sem maðurinn minn náði að spenna hann í sundur og náðum við þar af leiðandi að losa höfuð dóttur okkar.“

Eftir atvikið skoðaði læknirinn Heiðbjörtu og sendi hann foreldra hennar síðan með hana á bráðamóttöku barna til frekari skoðunar.

„Þar var brugðist skjótt við og hún skoðuð bak og fyrir. Teknar röntgenmyndir og tölvusneiðmyndir til þess að athuga með höfuðkúbubrot og/eða heilablæðingar. Sem betur fer kom í ljós að hún var ekki með nein brot, né heilablæðingar. Hún situr eftir með mar, húðblæðingar og tognun í vöðvum.“

Inga og Albert ákváðu að deila lífsreynslu sinni í þeim tilgangi að verða öðrum víti til varnaðar og vonast þau til þess að verklagi á læknavaktinni verði breytt og að búnaður sem þessi verði endurskoðaðir eða teknir úr umferð.

„Það á ekkert foreldri að þurfa að upplifa það að horfa á barnið sitt í svona aðstöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar