fbpx
Bleikt

Kristjana Rúna: „Biðlistinn inn á Vog hefur aldrei verið lengri og fólkið okkar deyr á meðan“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 1. október 2018 16:30

„Alkóhólismi finnst í flestum fjölskyldum. Flest okkar eiga fjölskyldumeðlimi eða vini sem glíma við áfengis- eða vímuefnavanda eða glíma við þann vanda sjálf. Mörg okkar hafa alist upp á heimili þar sem mikil drykkja var, fullt hús af fólki, drukknu fólki, drukknir foreldrar og mikil læti. Foreldrar sem drykku stíft saman eða í sitthvoru lagi. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir lítil börn til þess að vera í og veldur þeim gríðarlegu óöryggi og getur haft slæmar afleiðingar í för með sér.“

Með þessum orðum hefur Kristjana Rúna færslu sína um veruleika fólks í fíknivanda og aðstandendur þeirra á bloggsíðunni Amare.

Vandamálið snertir mörg þúsund manns

„Þegar manneskja missir tökin á áfengisneyslu sinni hvert leitar hún? Þegar fólk á öllum aldri er með vímuefnavanda, hvert leita þau? Þegar unglingarnir okkar hafa tekið fiktið á næsta stig og stefnir í óefni, hvert förum við með þau? Þegar bindindismaður/kona fellur, hvert getur það fólk leitast eftir aðstoð ef þau geta ekki stoppað sjálf? Þegar fólk ánetjast lyfjum sem þau nauðsynlega þurftu að taka, hvar er aðstoð að finna? Þegar við þurfum ráðgjöf eða greiningu á vandanum, hver getur hjálpað? Þegar fólk lendir á götunni út af neyslu sinni og vill svo stoppa, hvert á það fólk að fara? Hvert er hægt að leita ef þú býrð á svona heimili, eða ef þú ert foreldrið sem drekkur? Ert farin að fela drykkjuna fyrir heimilismönnum. Hvert er hægt að leita þegar uppgjöfin er orðin algjör. Þú kemst ekki af án þess að fylla á alkahól magnið í líkamanum, eða kókaínið í blóðinu, örvandi amfetamínið bara til þess að geta stígið upp úr rúminu.“

Kristjana segir að sannleikurinn sé sá að þau dæmi sem hún taldi upp hér að ofan snerti mörg þúsund manns. Ekki einungis einstaklinginn sem á við vandann að stríða, heldur alla í kringum hann.

„Eini staðurinn sem getur aðstoðað bæði fíkla og aðstandendur, veitt læknishjálp, afeitrun, meðferð og greiningu er SÁÁ, göngudeildin Von, sjúkrahúsið Vogur og vík. Þar starfar fólk með áratuga reynslu. Einskær umhyggja og vilji til þess að hjálpa öðrum er til staðar hjá fólkinu sem starfar þar því ekki eru launin há. Eiginlega eru þau skammarlega lág og ekki í samræmi við þá ábyrgð eða álag sem það þarf að takast á við. Ég hef verið svo lánsöm að fá að starfa innan SÁÁ. Ég lærði mikið á þessum tíma, upplifði mikla gleði þegar fólk náði að tileinka sér meðferðina og komast út í samfélagið aftur og takast á við lífið og einnig sorg þegar fólk lætur lífið að völdum neyslunnar, sem gerist alltof oft. Að hafa tekið á móti ungu fólki sem lét svo lífið, nýstir inn í hjarta. Ungt og fallegt fólk sem leitaðist í efni sem leiddi þau svo að endastöð lífsins.“

Fólk lætur lífið á meðan það bíður

Kristjana segir mikla umræðu hafa verið undanfarið um það hversu fjársvellt SÁÁ eru frá hálfu ríkisins en stofnunin fær fjármagn fyrir 1.530 innlagnir á ári en taka þau við 2.200 manns sem þau fjármagna sjálf.

„Hvernig má það vera að svona gríðarlega mikilvæg stofnun fær ekki það fjármagn sem hún þarf til þess að huga að fólkinu okkar með vanda og aðstandendur þeirra? Hvernig er hægt að réttlæta engar aðgerðir yfirvalda sem veldur þess að göngudeildin á Akureyri þarf að loka, biðlistinn inn á Vog hefur aldrei verið lengri og fólkið okkar deyr á meðan beðið er. Börnin okkar, systkini, foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur deyja, já deyja vegna þess það þurfti að bíða mánuðum saman á biðlista.“

Þegar Kristjana hóf starf hjá SÁÁ var staðan á biðlistanum slæm en tveimur árum síðar þegar hún lét af störfum hafði hann tvöfaldast.

„Þetta er með öllu ósættanleg staða í samfélaginu. Sex mánuðir í bið fyrir fólk sem þarf hjálp helst núna, það segir sig sjálft hversu mikil hætta er á dauðsföllum. Ég mun aldrei skilja hvernig hægt sé að setja SÁÁ og okkur fólkið í þessa stöðu. Kæru þingmenn, sjúkratryggingar og velferðarráðuneytið hjálpið þessari stofnun, allt of margir hafa dáið. Ekki viljið þið að fleiri missi lífið vegna þess að þið tímið ekki að setja meiri pening í fólk með vanda og fjölskyldur þeirra. En það er blákaldur sannleikurinn í dag. Takið ábyrgðina til ykkar og sýnið í framkvæmd hversu öflug þið eruð, sýnið okkur að ykkur sé ekki sama.“

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur
Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum