fbpx
Bleikt

Töfraráðið er fundið – Búðu til þinn eigin andlitsmaska úr matvælum

Vynir.is
Miðvikudaginn 26. september 2018 18:30

Nú er vetur konungur farinn að banka upp á eftir þetta „dásamlega“ sumar og kominn tími þar sem húðin fer að verða þurr og leiðinleg. Þá er besti tíminn til að gera vel við sig, kveikja á kertum og setja á sig maska. En hvað ef þú átt ekki til maska og nennir ekki út í búð? Ég er með lausnina, heimagerðir andlitsmaskar!

Undirbúningur húðar
Áður en þú ætlar að skella þér í það að setja á þig maska þá verðurðu að undirbúa húðina til þess að húðin taki sem best við maskanum, því annars geturðu alveg eins sleppt þessu.

1. Hreinsa húðina (hreinsimjólk/ froða)
2. Skrúbba húðina
3. Tóner/andlitsvatn

Maski 1
1/2 Avacado(stappa vel eða setja í blandara)
2 tsk. Hunang
1/2 tsk. Kókosolía

Maski 2
1-2 bitar af banana
1 tsk. Hunang
1 tsk. Ólífuolía

Maski 3
2 tsk. Púðursykur
1-2 tsk Ólífuolía

Maski 4
1 tsk. Aloe vera
2 sneiðar agúrka (stappa vel eða setja í blandara)

Aðferð: Hrærið hráefnum saman í skál, ath. betra að hafa aðeins of mikið heldur en of lítið. Smyrjið á ykkur með pensli eða hreinum höndum.
Látið maskann vera á í 10-15 mín.
Skolið af með vatni og þvottapoka. Farið yfir andlitið með bómullarskífum með toner/andlitsvatni í og setjið svo á ykkur gott andlitskrem sem hentar ykkar húð.

Um að gera að skoða líka bara hvað er til í skápunum og „googla“ það hvað það gerir fyrir húðina.
Flest matvæli er hægt að nota í andlitsmaska, mér finnst þetta alveg frábært og nýti oft matvæli sem ég kemst ekki yfir að borða áður en það verður ónýtt í andlitsmaska.

Færslan er skrifuð af Agnesi og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum