fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Töfraráðið er fundið – Búðu til þinn eigin andlitsmaska úr matvælum

Vynir.is
Miðvikudaginn 26. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er vetur konungur farinn að banka upp á eftir þetta „dásamlega“ sumar og kominn tími þar sem húðin fer að verða þurr og leiðinleg. Þá er besti tíminn til að gera vel við sig, kveikja á kertum og setja á sig maska. En hvað ef þú átt ekki til maska og nennir ekki út í búð? Ég er með lausnina, heimagerðir andlitsmaskar!

Undirbúningur húðar
Áður en þú ætlar að skella þér í það að setja á þig maska þá verðurðu að undirbúa húðina til þess að húðin taki sem best við maskanum, því annars geturðu alveg eins sleppt þessu.

1. Hreinsa húðina (hreinsimjólk/ froða)
2. Skrúbba húðina
3. Tóner/andlitsvatn

Maski 1
1/2 Avacado(stappa vel eða setja í blandara)
2 tsk. Hunang
1/2 tsk. Kókosolía

Maski 2
1-2 bitar af banana
1 tsk. Hunang
1 tsk. Ólífuolía

Maski 3
2 tsk. Púðursykur
1-2 tsk Ólífuolía

Maski 4
1 tsk. Aloe vera
2 sneiðar agúrka (stappa vel eða setja í blandara)

Aðferð: Hrærið hráefnum saman í skál, ath. betra að hafa aðeins of mikið heldur en of lítið. Smyrjið á ykkur með pensli eða hreinum höndum.
Látið maskann vera á í 10-15 mín.
Skolið af með vatni og þvottapoka. Farið yfir andlitið með bómullarskífum með toner/andlitsvatni í og setjið svo á ykkur gott andlitskrem sem hentar ykkar húð.

Um að gera að skoða líka bara hvað er til í skápunum og „googla“ það hvað það gerir fyrir húðina.
Flest matvæli er hægt að nota í andlitsmaska, mér finnst þetta alveg frábært og nýti oft matvæli sem ég kemst ekki yfir að borða áður en það verður ónýtt í andlitsmaska.

Færslan er skrifuð af Agnesi og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.