fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fíkniefni skemmdu kvöldið fyrir Anítu Rún: „Það eiga ekki fleiri foreldrar að þurfa að jarða börnin sín“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Rún Harðardóttir fór út að skemmta sér síðastliðna helgi og átti hún góða kvöldstund. Það var þó eitt sem skemmdi fyrir henni kvöldið og gerði hana reiða. Það voru fíkniefni.

„Ég er svo ofboðslega reið. Ég veit hálfpartinn ekki hvern ég á að vera reið út í, en ég er samt reið,“ segir Aníta í færslu sinni á síðunni Vynir.

Ein tafla getur skilið á milli lífs og dauða

Segir hún að á meðan hún var stödd á skemmtistað að njóta lífsins með vinum sínum hafi hún heyrt ótrúlega mikið út undan sér af sölu og dreifingu fíkniefna á staðnum.

„Ég á liggur við erfitt með að skrifa þetta orð. Ég hata þetta svo mikið. Þessi hræðilegi faraldur sem fer um landið okkar stingur mig inn að beini. Setningar eins og „25kall og ég redda þér, vertu í bandi“ og „hittu mig inni á klósetti eftir fimm ef þú vilt línu“ slógu mig algjörlega út af laginu. Hvernig er þetta bara í lagi? Hvernig getur, undir einhverjum kringumstæðum, verið í lagi að leika sér svona með líf annara. Að vera að bjóða vinum sínum þetta að fyrrabragði finnst mér hræðilegt. Þetta er nefnilega enginn leikur. Ein tafla getur skilið á milli lífs og dauða.“

Aníta segist ekki geta áttað sig á því hvernig dreifingaraðilar hafi samvisku í það að láta manneskju fá efni sem gæti drepið hana.

„Kannski eru þeir bara svo djúpt sokknir sjálfir að þeir gera sér ekki grein fyrir þessu, hvað veit ég. Fíkn getur leynst alls staðar, hjá venjulegasta fólki. Hverjum sem er. Fíkn er svo ofboðslega sterk og oft á tíðum gengur hún fyrir öllu. Fólk missir allt frá sér, vinnuna, húsnæði, eignir, fjölskylduna og oft á endanum, lífið.“

Taka bara fíkniefni á djamminu

Aníta tók þá ákvörðun að spyrjast fyrir af hverju fólk væri að dreifa þessu og var svarið sem hún fékk það að þetta væri svo auðveld tekjulind.

„Guð einn veit að það er hægt að eignast peninga öðruvísi en með þessum hætti. Ég spurði fólk líka af hverju það væri að taka þetta og fékk þau svör að þau væru ekkert háð þessu, gerðu þetta bara á djamminu. Það væri ekkert gaman að djamma öðruvísi. Mér finnst þetta sorgleg þróun. Það er alveg hægt að skemmta sér án vímuefna.“

Þegar Aníta keyrði heim um nóttina velti hún þessu fyrir sér og fylltist í smá stund vonleysi.

„Hvað getur fólk í þessari stöðu gert? Hvert á það að leita? Seinast þegar ég heyrði þá vöru öll meðferðarúrræði hér á landi að springa út af álagi og oft á tíðum er nokkurra vikna bið í afeitrun. Það geta ekki allir beðið í nokkrar vikur. Eftir nokkrar vikur gæti það verið of seint. Ég get rétt ímynda mér að vonleysi sé tilfinning sem fíklar finna mjög sterkt. En svo ákvað ég að það þýddi ekkert að vera vonlaus. Þetta er vandamál í þjóðfélaginu sem hlýtur að vera hægt að leysa. Það eru margir flottir aðilar að brautryðja glæsilegu forvarnarstarfi í skólum og vekja athygli á þessu mikilvæga málefni.“

Foreldrar eiga ekki að þurfa að jarða börnin sín

Segir Aníta að sem þjóðfélag þurfi allir að standa saman gegn vandamálinu.

„Þetta kemur nefnilega öllum við. Við viljum ekki horfa á eftir fleiri ungmennum leiðast inn í þennan heim. Það eiga ekki fleiri foreldrar að þurfa að jarða börnin sín. Fræðum börnin okkar, viðurkennum sjúkdóminn. Pössum upp á hvort annað og segjum nei við fíkniefnum. Við eigum bara eitt líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.