fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Nanna er stressuð eftir skyndikynni: Dauðhrædd um að vera ólétt og með skelfilegan kynsjúkdóm

Ragnheiður Eiríksdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er á meiriháttar bömmer. Ég er þrítug kona, nýsloppin úr löngu og leiðinlegu sambandi við barnsföður minn og frelsinu fegin. Til að fagna fór ég út á galeiðuna um daginn og lenti í nokkuð skemmtilegu næturævintýri. Ég sem sagt hitti huggulegan mann, tók hann með mér heim og svaf hjá honum. Svaf hreinlega og svaf. Ég var dálítið drukkin, að minnsta kosti nógu drukkin til að leyfa kæruleysinu að ná yfirhöndinni og sleppa öllum varúðarráðstöfunum. Núna viku síðar er hræðilega vont að pissa, ég er dauðhrædd um að ég sé komin með einhvern skelfilegan kynsjúkdóm og sé að auki ólétt. Hvað á að gera í svona tilfellum?
Kær kveðja,
Nanna næturdrottning

Sæl Nanna mín

Það kann vel að vera að þú sért smituð af þremur kynsjúkdómum eða svo og sért að auki ólétt. Í svona tilfellum þýðir hins vegar lítið að hanga heima og naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki sýnt ábyrgð og fyrirhyggju með því að NOTA SMOKK. Þetta veistu auðvitað mín kæra, smokkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum sem við höfum aðgang að í dag. Ef við notum hann ekki í frjálslegum styttri kynlífssamböndum erum við dæmd til hugarvíls og angistar, að minnsta kosti þar til öll próf og prufur hafa farið fram. En nú segi ég predikun lokið og sný mér að því sem öllu máli skiptir – að þú fáir hér ráð til að vinna úr vandanum sem þú glímir við.

Þegar karl og kona hafa samfarir á sér stað heilmikill tilflutningur vessa og ekki síður baktería. Öll eigum við okkar eðlilegu líkamsbakteríur sem eru bæði eðlilegar og nauðsynlegar fyrir okkar eðlilegu líkamsstarfsemi. Samfarir og annað hnoð þar sem kynfærasvæðið kemur við sögu valda því að bakteríur flytjast milli staða og í sumum tilfellum geta þær valdið óskunda. Dæmi um þetta er þegar of margar rassbakteríur komast í leggöng og valda þar hvimleiðri sýkingu. Annað dæmi er þegar bakteríur, þínar eða hans, ná að skríða upp í þvagrásina og valda bólgu eða sýkingu þar. Konur eru með ferlega stutta þvagrás og þess vegna getur þetta verið til talsverðra vandræða. Þú segir að það sé vont að pissa og þetta gæti einmitt verið skýringin. Ef bakteríurnar ná sér vel á strik geta þær náð að sýkja slímhúð þvagblöðrunnar svo úr verður það sem kallast í daglegu tali blöðrubólga. Til að tékka á þessu ættir þú að leita til heimilislæknisins þíns því það gæti þurft að meðhöndla blöðrubólguna með sýklalyfi. Fyrirbyggjandi ráð er að pissa alltaf eftir samfarir. Með því skolar þú bakteríur út úr þvagrásinni og minnkar líkur á óþægindum. Smokkurinn reddar því miður ekki málunum hvað þetta varðar.

Það er samt alls ekki víst að þvagrásarbólga sé meinið. Þú gætir líka hafa smitast af klamýdíu – og það er dálítill bömmer. Klamidíusmit greinist ekki alltaf og fólk af báðum kynjum getur gengið með smit svo vikum eða mánuðum skiptir án þess að finna fyrir því. Kannski má segja að þú sért stálheppin að finna til við þvaglát – það er að segja ef um klamýdíu er að ræða. Ómeðhöndluð klamýdía getur reynst hættuleg og jafnvel orsakað ófrjósemi hjá konum. En ljós er í myrkrinu því hana má auðveldlega meðhöndla. Ræddu þetta líka við heimilislækninn þinn,  aðalmálið er að þú gerir eitthvað strax, svo að þú fáir rétta greiningu og meðhöndlun og fáir frið í sálinni.

Hvað óléttupælingarnar varðar er fyrsta skrefið að trítla út í næsta apótek eða bensínstöð og kaupa lítið sætt þungunarpróf. Svo tekur þú á því máli ef þörf reynist.

Ég vona að þú drífir í þessu og óska þér alls hins besta. Og þá er bara að bíða eftir bréfi frá elskhuganum… kannski að hann sitji núna og skrifi mér bréf vegna óþæginda í tippinu!

Bestu kveðjur,
Ragga

Spurningin birtist áður í bókinni Kynlíf – Já takk!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.