fbpx
Bleikt

Svona lítur Ben úr Friends út í dag – Hversu gömul erum við orðin?

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 23. september 2018 16:30

Þrátt fyrir að síðasti Friends þátturinn hafi verið sýndur árið 2004 er þáttaserían ennþá mjög vinsæl og margt fólk horfir á þættina aftur og aftur.

Það sem fólk áttar sig oft ekki á, fyrr en það er minnt á það, er hvað tíminn er rosalega fljótur að líða. Já, við ætlum að minna þig á það hér og nú. 

Ben, sonur Ross í Friends fæddist í lok fyrstu seríunnar og kom reglulega fram í gegnum allar þáttaraðirnar.

Var hann leikinn af nokkrum mismunandi leikurum en sá sem lék hann lengst var leikarinn Cole Sprouse sem fór með hlutverkið í seríum sex til átta.

Cole Sprouse er í dag 26 ára gamall sem þýðir að, Ben (Cole) er eldri heldur en Jennifer Aniston var þegar Friends byrjaði.

Já og fyrst við erum byrjuð að bera hluti saman. Courtney Cox sem lék Monicu er í dag eldri heldur en Richard var.

En hvað er Cole að gera í dag og aðal spurningin, hvernig lítur hann út?

Cole gaf leiklistarferillinn alls ekki upp á bátinn og hefur hann tekið að sér nokkur hlutverk í bíómyndum og þáttum. Í dag leikur hann Jughead Jones í Riverdale.

Cole í hlutverki sínu í Riverdale

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“