fbpx
Bleikt

Breytti bólunum í stjörnur: „Þetta er það sem ég er að berjast við en ég er samt falleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 22. september 2018 15:00

Líkamsvirðing og sjálfsást hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Þar er hvatt fólk til þess að elska og virða líkama sinn nákvæmlega eins og hann er.

Förðunarfræðingurinn og vídjó-bloggarinn Rocio Cervantes setti á dögunum mynd inn á Instagram reikning sinn þar sem hún farðaði andlit sitt en skildi ör og bólur eftir og gerði úr þeim stjörnur.

Í staðin fyrir að farða yfir bólurnar og örin og láta sem þau séu ekki þar, þá lét Rocio þær standa út og vera áberandi.

Eins og mörg okkar hefur Rocio ekki alltaf verið ánægð með húðina sína.

„Reynsla mín af bólum hefur hreint út sagt verið erfið. Sérstaklega þegar fólk hefur verið að skrifa á netinu um húðina mína, það hefur oft náð til mín,“ segir Rocio í viðtali við Metro.

„En undanfarin ár hef ég lært að vera opin og einlæg um baráttu mína við bólur og með því hjálpa öðrum að fá sjálfstraust.“

Með því að breyta bólum sínum í stjörnur vildi Rocio sýna fólki að það að hafa slæma húð þýði ekki að þú sért ekki falleg.

„Þetta var mín eigin leið til þess að útskýra að þetta væri það sem ég væri að berjast við en ég er samt falleg.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum