fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Gunnþóra segir grunnskóla oft vera afplánun með enga von um reynslulausn

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft og mikið er rætt um það hversu lélegt dómskerfi á Íslandi er. Mörgum finnst afbrotamenn ekki fá dóma í samræmi við afbrotin sem þeir fremja og því get ég svo sannarlega verið sammála í all flestum tilfellum alla veganna.

Mig langar til þess að velta upp umræðunni um skólaskyldu sem er óskylt en samt svo skylt viðfangsefni. Skólaskylda á Íslandi er 10 ár eða frá 6-16 ára. Hjá mörgum börnum eru þessi ár skemmtilegur tími og seinna meir ylja minningarnar hjartað. EN því miður eru ekki öll börn svo lánsöm. Fyrir sum börn er þessi tími afplánun (þú átt lögum samkvæmt að vera þarna) og þar er engin von um reynslulausn. Það eru ekki margir afbrotamenn á Íslandi sem fá 10 ára fangelsisdóm en það er sá dómur sem öll börn þurfa að skila.

Margir þættir sem ekki ganga upp

Ástæður þess að skólaganga sumra barna gangi ekki vel eru jafn margar og börnin eru mörg. Að mínu mati eru margir þættir sem ganga ekki alveg upp í skólakerfinu okkar. Skóli án aðgreiningar getur kannski fyrir einhvern hljómað vel en til þess að þetta gangi upp þarf að hugsa út í alla hluti frá öllum vinklum. Til þess að öll börn geti verið í skóla og liðið vel þar þurfum við að búa svo um hnútana að inni í skólunum starfi fólk sem menntað er til þess að sinna ólíkum þörfum ólíkra nemenda. Það er ekki nóg að hafa einn eða tvo þroskaþjálfa í 400 barna skóla, burt séð frá því hversu hæft fagfólk þetta er þá er ekki gerlegt að halda utan um og sinna þessum fjölda. Síðan finnst mér alveg ótrúlegt að ekki skuli starfa sálfræðingar innan skólanna. Þá er ég ekki að tala um sálfræðing hjá Þjónustumiðstöð sem hefur enn og aftur allt of marga skjólstæðinga.

Stuðningsfulltrúar vinna vanmetið starf

Kennarar eru oft á tíðum með allt of marga nemendur á sinni könnu og geta því ekki haldið utan um alla nemendur og þeirra mál eins vel og þeir vilja. Þegar skoðaðar eru heimasíður grunnskóla eru margir hverjir sem segjast bjóða upp á einstaklingsmiðað nám. Til þess að hægt sé að einstaklingsmiða þarf að vera nægur mannauður, þekking, úrræði og tími. Ég velti fyrir mér hvort kennari sem er með 25 nemendur í umsjón geti einstaklingsmiðað fyrir alla sem það þurfa !! Svarið er nei, það getur hann ekki einn og sjálfur, til þess þarf hann aðstoð annarra starfsmanna í skólanum. Stuðningsfulltrúar vinna gríðarlega vanmetið starf. Stuðningur inni í bekk getur skipt sköpum fyrir kennara með stóran og fjölbreyttan hóp nemenda. Það er mín skoðun að helsta baráttuefni kennara ætti að vera aukin stuðningur, minni bekkjarhópar og aukin ýmisskonar úrræði. Laun kennara eru ótrúlega lág og alls ekki í neinu samræmi við menntun og ábyrgð. Það þarf að laga en vinnuumhverfi þeirra batnar ekki með því einu að hækka launin. Kennari getur ekkert betur haldið utan um 25 barna hóp þó svo að launaumslagið sé þykkara.

Skiptir miklu máli að fá greiningu

Greiningar og frávik hjá börnum eru alltaf að aukast og mörgum finnst nóg um. Því miður virkar skólakerfið á Íslandi þannig að ef ekki er komin greining eru úrræðin fá. Skólar fá úthlutað fjármagni á tvennan hátt, annars vegar til almenns stuðning s.s. vegna lestrarerfiðleika, ADHD og almennra námsörðugleika, það sem stýrir þessu er fjöldi nemenda í skólanum. Hins vegar fá skólarnir úthlutað fjármagni vegna nemenda með einhverskonar fatlanir eða alvarlegar raskanir, þetta þarf skólinn að sækja um sjálfur og er þá tekið tillit til þeirra greininga sem nemendur þeirra hafa. Þetta sýnir okkur hversu miklu máli það skiptir í skólakerfinu að vera komin með greiningu. Fjármagn sem kemur inn í gegnum seinni úthlutunina á eingöngu að vera notað fyrir þá nemendur sem eru á listanum sem notaður er til að ákvarða styrkinn.

„Að vera kominn með greiningu“ það er nú annar kapítuli út af fyrir sig. Biðin eftir skoðun, greiningu og hjálp frá Þjónustumiðstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða Þroska- og hegðunarstöð er allt ofallt of langur. Þetta hlýtur að skírast að stórum hluta af því að ekki eru nægilega margir starfsmenn á þessum stofnunum til að sinna öllum þeim börnum sem þurfa hjálp. Það er ekki við starfsfólk stofnananna að sakast heldur við það fólk sem ræður í borginni/ landinu hverju sinni.

Stinga hausnum í sandinn

Börnunum okkar líður alltaf verr og verr og hvað gerum við, stingum hausnum í sandinn vonumst til að með því að ræða þetta ekki hætti þetta bara. Því miður er það þannig með þessa hluti að þeir versna bara og versna ef ekkert er að gert.

Nýleg skýrsla frá Landlæknisembættinu sýnir að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í ágúst kom fram í frétt að Embætti landlæknis hefði fengið til rannsóknar 29 mál þar sem grunur leiki á að ofneysla lyfja hafi verið orsök dauða einstaklinganna.

Ef þetta er ekki nóg til þess að vekja okkar hæstu herra af Þyrnirósar blundinum sínum þá veit ég ekki hvað.

Ég vil búa í samfélagi þar sem skólaganga er ánægjuleg ekki afplánun

Færslan er skrifuð af Gunnþóru Ingvadóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum