fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Piers Morgan heldur áfram að bauna á Tess Holliday – Segir hana þjást af sjúklegri offitu og hefur áhyggjur

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 20. september 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann gagnrýndi forsíðu tímaritsins Cosmopolitan. Þar var á forsíðunni fyrirsætan Tess Holliday sem er ein þekktasta fyrirsæta heims í yfirstærð, ef svo má segja.

Morgan birti mynd af forsíðunni á Twitter og sagði hana setja slæmt fordæmi; hún væri í raun alveg jafn slæm og ef birt væri mynd af of horaðri fyrirsætu. Morgan sagði að Bretar – og raunar lönd um allan heim – væru að berjast gegn offitu og þetta væri ekki beinlínis skref í rétta átt.


Sitt sýndist hverjum um þessa gagnrýni Morgans. Á meðan sumir fögnuðu henni gagnrýndu aðrir hann harðlega, Tess Holliday þar á meðal. Sagði Tess að Morgan væri andstyggileg og þröngsýn manneskja.

Morgan hefur haldið gagnrýni sinni á Holliday áfram og segir hana boðbera hættulegrar líkamsímyndar. Hún þyrfti í raun að fá sér „betri vini“ og „vera heiðarlegri“ um þyngd sína.

Tess svaraði þessu á Twitter og skaut hressilega á sjónvarpsmanninn sem er þekktur fyrir flest annað en að liggja á skoðunum sínum. „Undanfarnar tvær vikur hefurðu haft mig á heilanum. Ég er farinn að halda að þú sér skotinn í stórum stelpum og sért hræddur við að viðurkenna það.“

Piers Morgan svaraði þessu og sagðist alls ekki vera með fyrirsætuna á heilanum. Staðreyndin væri sú að hann hefði áhyggjur af henni.

„Þú ert einn og sextíu og 136 kíló. Hvaða læknir sem er myndi skilgreina það sem sjúklega offitu,“ sagði Morgan og bætti við að það væri hættuskref hjá Tess að segja við þá milljónir aðdáenda sem fylgja henni á samfélagsmiðlum að þetta væri tákn um heilbrigði. „Þú þarft hjálp, ekki hrós,“ sagði hann að lokum.

Eftir að Morgan gagnrýndi hana fyrir forsíðuna á Cosmopolitan í lok ágústmánaðar sagði Tess að hún sæti ekki fyrir á forsíðunni fyrir karla eins og Piers Morgan. „Ég geri þetta fyrir konur um allan heim sem þurfa á einhverjum eins og mér að halda, bæði til að upplifa sig ekki einmana og átta sig á því að þær eru fallegar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.