fbpx
Bleikt

Nokkur skotheld heimilisráð til þess að auðvelda lífið

Mæður.com
Miðvikudaginn 19. september 2018 15:30

Já ég er ein af þeim sem leitar af endalausum ráðum sem einfalda þrif og almennt einfalda líf mitt á einhvern hátt, hvort það er að þrífa gólf eða sniðugar leiðir til að skipuleggja heimilið, bara hvað sem er.

Ég er hérna búin að safna saman nokkrum snilldar ráðum sem ég hef rekist á síðustu vikur og mánuði og prófað!

  1. Um helgina fór ég í svona kósí „fluffy“ sokka, sem eru baratilvaldir í að þurrka ryk af listum og gólfi og ekkert vesen. Ferð í sokkana og dundar þér eða dansar. Jú þú munt líta út eins og hálfviti en hvað með það? og hey ef þú att börn skelltu þeim í svona sokka og láttu þau dansa um heimilið með þér, þau þurfa ekkert að vita að þau séu að gera húsverk.
  2. Setja ilmolíudropa í pappann á klósettrúllunni (kem ég með eitt annað ilm ráðið) en þetta er snilld, svo þegar rúllan er búin þá bara skelli ég dropum í næstu rúllu.
  3. Ég er að fara að geramyndavegg bráðum og sá snilldar leið til að raða myndunum, en það er að klippa blöð í sömu stærð og myndaramminn og raða svo blöðunum á vegginn, minna vesen og sérð akkúrat hvernig þetta er á veggnum.
  4. Þegar hurðar eru byrjaðar að ískra þegar þær eru opnaðar/lokaðar, hvort það sé hurðarhúnninn eða skrúfurnar þá hef ég notað smáquick fix og notað olíu en eg er klaufi og helli oft olíu útum allt.. þannig eg er byrjuð að nota örlítið af uppþvottalegi til að bera á, enginn sóðaskapur og góð sápulykt í leiðinni.
  5. Við notum ekki mýkingarefni því það fer illa með húðina á krökkunum en ég er byrjuð að nota edik og smá sjampó til þess að mýkja þvottinn. Égdassa þetta bara en held að það sé bara sama magn af hverju t.d. 1 dl edik 1 dl sjampó og blanda vel saman.
  6. Ef fatnaður minnkar í þvotti hjá mér þá hef ég skellt því íísbað með hárnæringu og læt liggja í einhvern tíma, ég hef reyndar bara prófað boli og það virkar fínt.
  7. Ég á ekki drullusokk… bara af því mér finnst það ógeðslegt, en það hefur nú komið fyrir að einhver félagi sé fastur í klósettinu og þá nota ég uppþvottasápu og sjóðandi heitt vatn! Baradass af sápunni í klósettið og hella svo slatta af sjóðandi vatni. Leysist allt allt upp.. yum.

Jæja ég vona að þið hafið fundið eitthvað sem þið getið notað.

Færslan er skrifuð af Gunni Björnsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

Mæður.com
Mæður.com eru sjö ólíkar mömmur; Eva , Fía, Gunnur, Heiðrún , Kristný, Saga og Valgerður sem eiga það allar sameiginlegt að elska að skrifa um allt milli himins og jarðar.
Þið finnið okkur undir:
https://maedur.com
https://www.instagram.com/maedurcom/
Og á snapchat undir maedur.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“