fbpx
Bleikt

Var rekinn úr X-Factor en sneri aftur ári seinna – Fékk hjálp úr óvæntri átt – Sjáðu atriðið sem grætti dómara og áhorfendur

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 14:05

Á síðasta ári tók Anthony Russell þátt í X – Factor og voru dómararnir mjög hrifnir af honum og kusu hann áfram. Russell var þó rekin úr þáttunum stuttu síðar þar sem hann var tekinn við að nota eiturlyf til þess að koma sér í gegnum prufurnar.

Louis Tomlinson, dómari í þáttunum í ár og hljómsveitarmeðlimur í One Direction, hafði samband við Russell eftir að hann var rekinn úr þáttunum þar sem hann hafði trú á honum og vildi hjálpa honum að komast yfir fíknivanda sinn.

Það var því magnað andrúmsloftið þegar Russell mætti aftur upp á svið á dögunum og söng lagið „Wake me up“ með Aviici. Simon Cowell útskýrði fyrir áhorfendum hver tengingin á milli þeirra tveggja var og mátti sjá salinn fyllast af tárum.

„Louis hjálpaði Anthony með þá hjálp sem hann þurfti. Þegar þeir urðu vinir þá var ekki búið að ákveða að Louis yrði dómari í þáttunum, né var vitað að Anthony myndi taka þátt aftur,“ sagði Simon.

Eftir að Russell hafði lokið við að syngja lagið sem hann tileinkaði Louis áttu þeir báðir erfitt með að halda andliti og hljóp Louis upp á svið til þess að faðma vin sinn.

Robbie Williams, sem einnig er dómari í þáttunum hrósaði Russell fyrir að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem hann hefur gengið í gegnum og að mæta aftur til þess að berjast.

Russell komst að lokum áfram og gáfu allir dómararnir honum já.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur
Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum