fbpx
Bleikt

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 11:00

Það hefur verið að færast í aukana undanfarin ár að fólk sem á von á barni ákveði að tilkynna kynið á einhvern skemmtilegan hátt. Meðal annars hefur fólk látið setja ákveðin lit af kremi inn í köku og bjóða svo fjölskyldu og vinum að vera viðstödd þegar kakan er skorin, einnig hefur fólk látið setja litaðar blöðrur ofan í kassa sem er svo opnaður á meðan tekið er myndband.

En ljósmyndarinn Ellen Nichole Crews og Austin LP fóru alla leið þegar kom að því að tilkynna kynið. Það var þó ekki hefðbundin tilkynning, heldur voru þau að opinbera það fyrir vinum sínum og fjölskyldu að þau væru að fá sér lítinn hvolp.

„Við höfum verið að halda leyndarmáli!! Það er stelpa!!! Megum við kynna fyrir ykkur litla loðbarninu okkar Khaleesi,“ skrifar Ellen á Facebook síðu sinni þar sem þau deila skemmtilegum myndum til þess að tilkynna það að þau væru búin að fá sér hvolp.

Ljósmyndir: Ashlandashawn Photography

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“