fbpx
Bleikt

Manst þú eftir hljómsveitinni Aqua? Hvar eru þau í dag?

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 18. september 2018 21:30

Manst þú eftir hljómsveitinni sem söng lagið Barbie Girl? Að sjálfsögðu, hver gæti gleymt henni! Lagið var líklega það mest grípandi en jafnframt pirrandi á tíunda áratugnum. (Ætli foreldrar barna tíunda áratugsins hafi ekki legið andvaka allar nætur með lagið á heilanum líkt og foreldrar í dag upplifa með lagið Baby Shark?)

En hvað varð um hljómsveitarmeðlimina?

Hljómsveitin, sem kemur frá Danmörku, bar upphaflega nafnið Joyspeed þegar það hóf göngu sína árið 1988. Söngkonan Lene Nystrøm og félagar hennar René Dif, Søren Rasted og Claus Noreen ákváðu síðar að breyta nafninu í Aqua og urðu þau heimsþekkt eftir að Universal skrifaði undir samning við þau.

Hljómsveitin var kærð af framleiðendum Barbie frá Mattel árið 2000 fyrir að misnota vörumerki þeirra og einnig fyrir að gefa það til kynna að Barbie væri kynlífstákn. Dómarinn lokaði málinu með orðunum: „Báðum aðilum er ráðlagt að slaka á.“

Lene og René, sem lék Ken í myndbandi þeirra á móti Lenu sem var Barbie tóku tímabil þar sem þau voru par en seinna meir giftist Lene píanóleikaranum Søren og á með honum tvö börn. Sögusagnir gengu manna á milli um að ástæðan fyrir því að hljómsveitin hætti hafi verið vegna þessa ástarþríhyrnings. Lene og Søren skildu síðar eftir sextán ára hjónaband.

Hljómsveitin Aqua árið 2018

Árið 2008 kom hljómsveitin aftur saman og lofaði 25 tónleikum en að lokum spilaði hljómsveitin á átta tónleikum í Danmörku það sumar.

Árið 2016 gaf hljómsveitin út tilkynningu um að Aqua myndi koma frá á að minnsta kosti 10 tónleikum sem hluti af tónlistarhátíðinni við elskum 90‘s (We Love the 90‘s).

Fyrr á þessu ári tilkynnti hljómsveitin svo að þau ætluðu að spila á „The Rewind Tour“ í Kanada með fleiri hljómsveitum frá tíunda áratugnum. Í júní á þessu ári gaf Aqua svo út glænýtt lag sem heitir Rookie.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum