fbpx
Bleikt

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. september 2018 18:30

Par sem trúlofaði sig í Disneylandi ákvað að þeir vildu hafa giftinguna sjálfa með Disney þema. Sjálfir ákváðu þeir að vera klæddir sem Bósi ljósár og Viddi í teiknimyndinni Leikfangasaga (Toy Story). Gestirnir máttu svo ráða því í hvaða karakter þeir myndu mæta í brúðkaupið.

Það kom gestum brúðkaupsins því ekki á óvart þegar parið tók fyrsta dansinn við lagið „Ég er sko vinur þinn“. Jason Bitner og Garrett Smith sögðu HuffPost að Toy Story væri ein af uppáhalds bíómyndunum sínum og að brúðkaupið hafi verið algjör draumur.

„Fjölskylda okkar og vinir hafa líklega talið að við værum brjálaðir að hafa búningabrúðkaup í miðjum Ágúst en við vorum mjög ánægðir með það að næstum því allir gestirnir mættu í búningum.“

Gestirnir sem mættu í brúðkaupið voru meðal annars klædd upp sem Skellibjalla, Mjallhvít og Mikki Mús.

Hvert borð í brúðkaupinu var skreytt með mismunandi Disney þema til dæmis frá myndunum Aladdin, Moana og Öskubusku. Eftir veisluna fagnaði parið brúðkaupinu á Hawaii og fóru þeir meðal annars á uppáhalds staðinn þeirra, Disneyland.

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“