fbpx
Bleikt

Tár og gæsahúð þegar Simon fór upp á svið og baðst afsökunar á 17 ára gömlum mistökum – Eitt fallegasta augnablik í sögu þáttanna

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 17. september 2018 17:58

Hinn 37 ára gamli Danny Tetley tók fyrst þátt í Pop Idol fyrir 17 árum síðan þar sem harðjaxlinn og vélbyssukjafturinn Simon Cowell hafnaði honum. Nú var hann mættur aftur í þáttinn X-Factor til að sanna fyrir Simon að hann gerði mistök. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

„Af hverju hefur þú ekki náð að slá í gegn?“ spurði Robbie Williams einn dómarann.

„Ég reyndi fyrir mörgum árum að vekja athygli á mér þegar ég mætti í áheyrnarprufu hjá Simon í þætti sem hét Pop idol,“ svaraði Danny. Pop idol var fyrirrennari American Idol sem gerði Bretan Simon Cowel heimsfrægan sem hefur síðan þá stýrt Britain Got Talent sem og American Got Talent.

„Er þér alvara með þessari áheyrnarprufu?“ spurði Simon.

„Í mínum huga er þetta er heimsmeistarakeppnin. Ég hef beðið í 17 ár til að fá tækifæri til að standa hér á sviðinu og syngja fyrir þig á ný og sýna þér að ég hef hæfileika og sömu ástríðu og fyrir öllum þessum árum.“

Og síðan hóf Danny upp raust sína. Óhætt er að fullyrða að enginn átti von á því sem gerðist næst. Danny er hörkusöngvari og fagnaðarlætin í salnum voru gríðarleg. Dómararnir risu úr sætum og í salnum feldu gestir tár. Að launum hlaut hann standandi lófaklapp frá öllum dómurum þáttarins, þar á meðal Simon sem viðkenndi mistökin en Danny braust í grát.

„Ég ætla segja já, koma svo til þín og biðja þig afsökunar á að hafa sagt nei fyrir 17 árum,“ sagði Simon áður en hann stóð upp og rölti á sviðið til að faðma Danny. Eitt fallegasta augnablik í sögu þáttanna en myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.

 

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur
Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum