fbpx
Bleikt

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 17. september 2018 15:45

Gary Meikle á tuttugu og þriggja ára gamla dóttur sem býr enn heima. Meikle þykir að sjálfsögðu afar vænt um dóttur sína en hann hefur fengið nóg af því að hlusta á endalausar spurningar um hvort augabrúnir hennar séu fallegar eða vel heppnaðar eftir að hún hafi farið til snyrtifræðinga.

Meikle kveðst gera sér grein fyrir að þetta snúist um sjálfstraust dóttur hans og henni líði betur og segist hann bera virðingu fyrir því. En að dóttir hans og aðrar konur séu að velta augabrúnum mikið fyrir sér þykir Gary í meira lagi einkennilegt.

Meikle tók upp myndband þar sem hann veltir því fyrir sér hvenær í ósköpunum augabrúnir urðu að mikilvægasta hluta líkama hverrar konu. Greinir hann frá því að dóttir hans spyrji hann á hverjum einasta degi hvort augabrúnir hennar séu ekki í lagi og er myndskeiðið sem slegið hefur í gegn svar við því.

„Aldrei í sögu mannsins hefur einn maður sagt við annan; Hey gaur, sérðu augabrúnirnar á þessari? Djöfull langar mig í hana […] Okkur er alveg sama um augabrúnirnar ykkar. Þær líta alveg eins út og áður en þú fórst að láta laga þær.“

Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu enda er það sprenghlægilegt.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur

Ættleiddu þriggja mánaða bjarnarhún – Ekki svo lítill lengur
Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt

Bráðfyndnar myndir af fólki sem féll óvart inn í umhverfi sitt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð

Mikil sorg þegar Birkir féll frá – Ofurhetja sem verður sárt saknað – Nemendur MH stofna minningarsjóð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“

Sigrún Ásta: „Það er stundum erfitt að elska alkóhólista – En það þarf ekki að vera ómögulegt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum