fbpx
Bleikt

Verstu nöfnin sem þú getur kallað karlmann

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 16. september 2018 08:00

Hvað er það versta sem þú getur kallað karlmann? Karlmenn eru afskaplega viðkvæmir yfir því hvað við köllum þá. Viðkvæmnin virðist mest ef þeir eru gagnkynhneigðir og sérstaklega ef það er kona sem talar. Eftir að hafa kafað ofan í efnið er niðurstaðan í megindráttum sú að þeir þola verst orð sem smækka þá eða vísa til einhvers sem er álitið kvenlegt.

Tittur. Allir karlmenn hata að vera kallaðir tittir, nema að þeir séu 1,90 og 90 kíló, þá skilst það sem kaldhæðni.

Dúlla. Þetta er það sem flestir karlmenn nefndu. Þeir gjörsamlega hata að vera kallaðir dúllur eða dúllulegir. Segja að það eigi frekar við um lítil börn, sæta hunda eða bollakökur.

Sykurpúði. Ógleðivaldandi að mati viðmælenda minna. Nokkrum þótti þetta þó í lagi ef það kom frá öðrum aðila með typpi áfast.

Vinur eða kútur. Glatað að vera kallaður þetta af stelpu sem þú ert heitur fyrir, sagði einn vinur minn. Glatað!

Bangsi. Alla vega ekki í rúminu. „Það er allt í lagi að vera kallaður bangsi í öllum fötunum, en í guðanna bænum ekki þegar ég er allsber”,“ sagði einn viðmælenda minna, stæðilegur karlmaður og loðinn.

Meistari. Þetta skaltu að minnsta kosti ALDREI kalla hipster úr hundraðogeinum. Hann mun líklega ekkert segja, en þegar hann kemur heim í reykelsisilmandi risíbúðina sína við Hverfisgötu mun hann setja Sin Fang á grammófóninn og sauma vúdúdúkku sem er í laginu eins og þú.

Ragnheiður Eiríksdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“

Sýnir fólki hvað einnota plastnotkun er að gera jörðinni: „Við eigum öll að vinna að því að taka ruslið upp“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“

Sigga segir áralanga vanlíðan og kvíða ungmenna líklegustu orsök fíkniefnaneyslu: „Ferlið hljómar kunnuglega“