fbpx
Bleikt

Einhleypar konur ljóstra upp um stærstu vandamálin við Tinder

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 15. september 2018 19:30

Það má segja að það teljist nánast til undantekninga ef einhver fer á stefnumót og forrit á borð við Tinder kemur ekki til sögunnar. Líkt og stefnumót með einhverjum sem þú kynnist úti í búð þá krefst það ákveðinnar lagni að kynnast manneskju í gengum forrit á borð við Tinder. Það þarf að kunna að lesa í broskalla og nákvæmlega hvað aðilinn sem þú ert að tala við er í alvöru að meina.

Í þræði á Reddit hafa einhleypar konur opnað sig um stærstu vandamálin sem þær lenda í á Tinder og samskonar stefnumótasmáforritum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur vandamál sem fleiri gætu kannast við:

Giftir menn

„Flestir mannanna sem tala við mig eru giftir. Þetta er bara einhver leikur fyrir þá.“

Lesa ekki lýsinguna

Ein konan segir að hún hafi skrifað það mjög kurteisislega í lýsinguna,sína að hún hafi ekki áhuga á að kynnast mönnum sem eiga börn. „Það kom mjög á óvart hvað ég fékk mörg skilaboð um að ég væri slæm manneskja. Miðað við ógeðið sem ég fékk sent þá get ég ekki ímyndað mér að þetta séu góðir feður.“

Önnur bætir við að sumir virtust eiga erfitt með að lesa og skilja lýsinguna sína. „Sumir nenna ekki að lesa lýsinguna mína, sumir taka bara hluta. Eða taka eitthvað sem ég segi að ég vilji ekki og spyrja hvort það skipti nokkuð máli.“

Eins og tölvuleikur

Fleiri taka undir þetta og segja að margir litu á spjall sem leik og hefðu lítinn raunverulegan áhuga á að kynnast þeim. „Mikið af gaurum láta eins og þetta sé tölvuleikur með kynlífsverðlaunum. Þeir hafa ekki áhuga á stefnumóti nema það sé strax eða að kynnast mér aðeins.“

Óviðeigandi skilaboð

Margar konur deila sögum um að hafa fengið óviðeigandi kynferðisleg skilaboð og myndir. Ein segir: „Ég fæ oft skilaboð frá ungum strákum sem finnst gaman að reyna við konu sem er eldri. Stundum svara ég en það endar alltaf mjög fljótt.“

Einkvæmi úr sögunni

Ein kona segir að fjöldinn sem noti svona smáforrit geri það að verkum að einkvæmi sé nánast úr sögunni. „Það að þetta sé leikur á ekki bara við um stráka. Það er svo mikið af fólki sem þú getur kynnst að það endar alltaf á því að fólk fer að hitta marga í einu. Þar af leiðandi er svo erfitt að reyna að tengjast einni manneskju því það eru svo margir möguleikar í boði.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“

15 Lífsreglur frá íslenskum körlum svo sambandið lifi: „Ef eitthvað er að, ekki segja EKKERT!!“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“

Konan hans Andra er hetja – Er á Kleppi – „Ég hef aldrei upplifað eins hömlulausan grát“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum

Rottupennaveski og músaeyrnalokkar eru aðeins brot af listaverkunum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum

Löggan bankaði upp á hjá Veru um miðja nótt með leyndarmál hennar undir handleggnum