Það er erfitt að átta sig á því hvers virði tími okkar er. Við lifum á tækniöld, þar sem tíminn virðist fljúga frá okkur á örskotsstundu. Við eyðum miklum tíma í það að velta okkur upp úr því hvað aðrir eru að gera í gegnum samfélagsmiðla og gleymum oft að njóta okkar eigin tíma. Það er því miður oft ekki fyrr en það er orðið of seint, sem við áttum okkur á því hvað það var sem við vorum að missa af.
Þess vegna er hollt fyrir allt fólk að setjast niður og átta sig á því hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Því tíminn líður, hann líður hratt. Áður en við vitum af er okkar tími liðinn. Bleikt endurbirtir hér texta eftir ókunnan höfund sem velti því fyrir sér hvers virði tíminn sé:
Til að átta sig á hvers virði eitt ár er,
spurðu námsmanninn sem féll á lokaprófinu.
–
Til að átta sig á hvers virði einn mánuður er,
spurðu foreldrana sem áttu barn fyrir tímann.
–
Til að átta sig á virði hverrar viku,
spurðu ritstjóra vikulegs tímarits.
–
Til að átta sig á hvers virði einn dagur er,
spurðu verkamanninn sem á stóra fjölskyldu.
–
Til að átta sig á hvers virði einn klukkutími er,
spurðu elskendurna sem bíða og þrá að hittast.
–
Til að átta sig á hvers virði ein mínúta er,
spurðu manneskjuna sem missti af flugvélinni.
–
Til að átta sig á hvers virði ein sekúnda er,
spurðu manneskjuna sem lifði af slys.
–
Til að átta sig á hvers virði ein millisekúnda er,
spurðu manneskjuna sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum.