fbpx
Bleikt

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 13. september 2018 15:43

Flestum börnum finnst ótrúlega gaman að fá að leika sér í vatni. Hvort sem það er í baði, sundi eða við læk. Hins vegar leynast miklar hættur fyrir börn nálægt vatni og geta þau drukknað á mjög skömmum tíma í aðeins nokkurra sentimetra háu vatni.

Myndband af tveimur börnum í uppblásinni sundlaug gengur nú eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en í því má sjá hvernig móðir barnanna stígur til hliðar til þess að sinna síma sínum. Á sömu stundu snýst annað barnið á hvolf í hringkúti sínum og verður algjörlega bjargarlaust undir yfirborði vatnsins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, ræddi um nákvæmlega svona atvik í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Vísaði hún í fréttir frá Þýskalandi þar sem sambærileg atvik hafa komið upp:

„Nýir miðlar eru hluti af stærri mynd samfélagsbreytinga; fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu, þar sem miklu máli skiptir að við verðum í fararbroddi. Við vitum að þessi tæknibylting á eftir að breyta atvinnuháttum, vinnumarkaði, menntun og samfélaginu; við vitum líka að hún á eftir að breyta okkur sjálfum og upplifun okkar á veruleikanum. Í þýskum fjölmiðlum voru fréttir af því að óvenju mörg börn hafi drukknað í Þýsklandi í ár vegna þess að foreldrar þeirra voru upptekin í símanum. Við verðum að hafa þor til að horfast í augu við þennan nýja veruleika og samband okkar við tæknina til þess að næstu skref í þróun sambands þessarar tækni og okkar mannanna verði okkur til gæfu,“ sagði Katrín.

Í myndbandinu má þegar systkini barnsins reynir að aðstoða það og ná athygli móður sinnar sem áttar sig engan vegin á stöðunni vegna þess sem hún er að gera í símanum. Sem betur fer tókst að bjarga barninu að lokum.

Myndbandið er óhugnanlegt en mikil forvörn fyrir foreldra:

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli