fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Matthildur ætlaði að kasta sér í sjóinn: „Ég hugsaði oft um hversu mátulegt það yrði á manninn minn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 13. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthildur Björnsdóttir sem er sjötíu og eins árs gömul hefur fylgst vel með umræðunni í samfélaginu um ungt fólk sem viðurkennt hefur að hafa viljað enda líf sitt á einhverjum tímapunkti. Hefur sú umræða vakið upp gamlar minningar Matthildar frá því að hún var ung kona í sömu hugleiðingum.

„Hormónar í unglingum geta ollið þeim miklu hugarangri og geta verið svakalegir fyrir heilabú sem ekki hefur þroskast nægilega mikið. Það er því þess virði fyrir ungt fólk að draga andann djúpt, læra hugleiðslu og að læra að dreifa huganum í aðrar áttir. Það er líka mikil örvun í boði með öllum þeim nýju samfélagsmiðlum sem dæma fólk oft af útliti og fleira. Það getur ollið enn meira álagi. Þetta er því oft erfitt tímabil og getur fólk þarfnast réttrar hjálpar. Á þeim tímum sem ég var ung hefði enginn vogað sér að segja neitt slíkt upphátt og fyrir þá sem voru harðákveðnir í að lifa ekki lengur hefðu aldrei opnað sig um áætlun sína,” segir Matthildur í samtali við blaðakonu.

Gekk út á kvöldin til þess að stytta líf sitt

Matthildur segir að sjálfsvíg á hennar tímum hafi verið mjög taboo og þá sérstaklega vegna boðskapar kirkjunnar.

„Þeir sem enduðu líf sitt voru ekki einu sinni grafnir í kirkjugörðum, heldur utan þeirra vegna viðhorfa trúarbragða. Það að unga kynslóðin í dag sé fær um að tjá sig opinberlega um slíkar tilfinningar segir mér að margt hafi breyst frá þeim harðlokuðu tímum þegar ég bjó á Íslandi,“ en Matthildur hefur í dag búið í Ástralíu í rúmlega 30 ár.

„Viðhorf til tilfinninga voru svo harðar og fullar af ákveðnum formúlum sem öllum var ætlað að fylgja eftir, en fólk var ekki svoleiðis að eðli sínu. Þegar ég var barnshafandi á Íslandi þá voru kringumstæður mínar erfiðar vegna hræðilegra viðhorfa um konur. Dæmið sem ég var í var ekki ljúft og alls ekki rétt fyrir mig sem hafði ekki náð að finna út úr því hvað ég vildi gera við mitt líf. Það var því ógerningur fyrir mig að tjá mig og heilabú mitt var hreinlega frosið. Ég vissi líka að það myndi ekki hjálpa tilfinningum mínum að segja frá því hvernig mér leið.“

Matthildur minnist erfiðra tíma í lífi sínu þegar hún gekk í ófá skipti út til þess að stytta líf sitt.

„Ég gekk oft út seint á kvöldin eða næturnar af því að maðurinn minn þáverandi var ekki með mér í dæminu og veitti mér engan stuðning. Okkur hafði verið ýtt út í hjónaband og hvorugt okkar í raun fært um það né tilbúin.  Þegar ég gekk um Langholtsveginn árin 1972 og 1973 hugsaði ég oft um það hversu mátulegt það yrði á manninn minn ef ég endaði líf mitt. Þá yrði það hans að gráta í það skiptið. Staðurinn sem ég leiddi hugan að voru klettarnir við Klepp. Af einherjum ástæðum ákvað ég ekki að ganga yfir Kleppssvæðið og henda mér fyrir björg. Það bara gerðist ekki og líkami minn gekk með mig heim til dóttur minnar sem svaf heima.“

Óraunhæfar kröfur um barnshafandi konur

Matthildur hefur búið í Ástralíu í rúm 30 ár

Telur Matthildur eina af ástæðum þess að fólk skuli oft ekki sjá góða framtíð fyrir sér vera meðal annars vegna þess að viðkomandi upplifir ekki nægilega ástúð, skilning né sjái sína eigin hæfileika.

„Foreldrar verða oft að vinna mikið og koma þá dauðþreytt heim og eru ekki endilega full af andagift eða í ástandi til þess að vera í núinu með börnunum sínum. Svo eru unglingar kannski mikið í símanum og sýna ekki þörfina fyrir þá hjálp sem þau raunverulega þurfa. Þegar ég var ung og barnshafandi voru svo margar óraunsæjar kröfur í gangi um það hvernig barnshafandi konum ætti að líða, enginn spurði hvernig þeim leið í raun og veru. Það var óhugsandi að konur væru ekki hoppandi af æðislegri gleði yfir því að hafa náð að verða barnshafandi. Ástand sem ég vissi ekki á þeim tíma að væri eftirsóknarvert. Nú eru sem betur fer mjög breyttir tímar og margt mun betra varðandi tjáningu á tilfinningum sínum og einlægni. Þegar fólk er komið á þann stað að vilja enda líf sitt er algjörlega þess virði að skoða þá tilfinningu betur og tala við rétta aðila. Fá mat óháðs aðila um eigin hæfileika, eiginleika og möguleika á því að skilja eitthvað gott eftir sig fyrir samfélagið í framtíðinni. Þessu tímabili getur lokið með góðum stuðningi þeirra sem skilja og vita hvernig ferlið er.“

Matthildur segist hafa fengið sinn skammt af gagnrýni á útlit sitt í gegnum árin en viðurkennir hún að hún sé virkilega fegin því að hafa ekki alist upp í þeim samfélagsmiðla heimi sem er í dag.

„Það er algjörlega þess virði að spyrja sig; Hvaðan koma neikvæðu og sjálfsniðurrífandi tilfinningarnar? Svo er hægt að skoða það hverju sinni hverju sé hægt að hætta að taka á móti til þess að róa heilann. Það er engin skylda að vera á öllum þessum samfélagsmiðlum og alls ekki þess virði að stunda þá ef þeir eru ekki að bæta lífið. Ég hef átt alveg ótrúlegt líf þessi rúm fjörutíu ár síðan ég hugsaði um að enda líf mitt en það hefur ekki alltaf verið auðvelt. En það er þess virði fyrir ungt fólk að draga andann djúpt, læra hugleiðslu, tala við fólk með ýmiskonar lífsreynslu, læra frá góðum bókum og að hægja á hugsunum sínum eins mikið og hægt er. Smám saman mun ástandið batna og þið verðið glöð að hafa valið það að lifa af.“

Sjálfelska var sett upp sem eigingirni

Matthildur segir mikla breytingu hafa orðið á hugtökunum sjálfsvirðing og sjálfsást frá því að hún var yngri.

„Auðvitað vissu, og vita allir að þeir séu einhvers virði en fæst okkar upplifa það alveg frá blautu barnsbeini. Það hjálpaði ekki að íslensk trúaryfirvöld og aðrir sneru orðinu sjálfselska upp í það að vera séður sem eigingjarn. Það er mjög brenglað og virðist hafa verið gert til þess að halda fólki niðri og án allrar sjálfsvirðingu. Þegar ég var ung upplifði ég því allar athugasemdir um mig sem árás og bældi ég þær tilfinningar niðri en ég vildi að ég hefði geta staðið upp fyrir mér og svarað fyrir mig. Það að læra sjálfselsku og átta sig á sínu eigin virði er að ná utan um það hverjir manns góðu eiginleikar séu en að átta sig líka á ósiðum sínum, geta viðurkennt ófullkomleika sinn og takmarkanir þegar það á við. Það getur tekið nokkur ár að verða sæmilega góður í því að vera meðvitaður um sjálfsvirði sitt og það ekki síst ef við höfum orðið fyrir miklum árásum eða annari misnotkun af öðru fólki. Það er yfirleitt alltaf mikill skortur á virðingu fyrir sjálfum sér sem lætur fólki finnast lífið of erfitt og fær þá tilfinningu að það geti ekki haldið áfram að lifa. Þá verður hugsunin um að sleppa með því að enda líf sitt freistandi. En trúlega erum við öll hér af góðri ástæðu og tilgangi. Það er því áhugavert að verja nægum tíma í þessu lífi til þess að finna það út hver við erum og hvernig við getum látið gott af okkur leiða. Til þess þurfum við stundum rétta hjálp sem hver og einn þarf að finna sér.“

Vímuefni aldrei lausn

Matthildur telur mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa það í huga að vímuefni séu einungis skyndilausn sem geti ekki bjargað þeim.

„Vímuefni skaða heilann og hindra allar réttar framfarir, þau bjarga engu og virka bara sem deyfing. Sú deyfing hefur eyðilagt líf ótal einstaklinga þar sem öll dómgreind fer út um gluggann við neyslu þeirra. Þrátt fyrir að allt mitt líf væri á kafi í einhverju dýpi þá vissi ég einhvern veginn að vín eða annað dóp væri ekki lausnin að vandamáli mínu. Seinna meir kom svo tími og tækifæri til þess að kafa eftir allri tilfinningalegu vanlíðaninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.