fbpx
Bleikt

Allt brjálað vegna meintra fitufordóma á peysum tískurisa

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 13. september 2018 16:30

Tískufyrirtækið Revolve á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir eftir að peysur með áletrunum sem sagðar eru gera lítið úr feitu fólki fóru í sölu. Á peysunum, sem kosta hátt í tuttugu þúsund krónur, má finna allskonar áletranir þar sem býsna þung orð falla.

„Það er ekki fallegt að vera feit. Það er afsökun,“ stendur meðal annars á einni peysunni og á öðrum er gert lítið úr femínisma.

Peysurnar hafa vakið talsverða athygli og sitt sýnist hverjum um þær. Fjölmargir hafa þó gagnrýnt Revolve harðlega og hefur fyrirtækið svarað fyrir sig.

Forsvarsmenn Revolve segja að myndir af peysunum hafi farið á netið of snemma. Markmiðið með þeim hafi verið að vekja athygli á svokölluðum nettröllum, sem leika sér að gera lítið úr fólki á netinu í skjóli nafnleyndar. Það að myndirnar hafi farið á netið svo snemma hafi gert það að verkum að allt hafi verið slitið úr samhengi.

Ef vel er að gáð sést að smáletraður texti er undir áletrunum þó hann sjáist ekki á meðfylgjandi myndum eða þeim sem hafa verið birtar á netinu. Staðreyndin er sú að þetta eru orð sem látin hafa verið falla við myndir af þekktum einstaklingum; Emily Ratajkowski, Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Paloma Elsesser svo dæmi séu tekin.

Þrátt fyrir þetta hafa fjölmargir látið Revolve heyra það á Twitter. „Þetta er ógeðslegt. Hverjum datt í hug að þetta væri góð hugmynd?“ sagði til að mynda einn notanda á meðan annar bætti við: „Ég móðgast ekki auðveldlega en þessi peysa sendir kolröng skilaboð til þeirra sem eru að glíma við ofþyngd eða offitu.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli