fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Ljósmyndin sem nístir í hjartastað – Þegar enginn mætti í 18 ára afmæli einhverfrar stúlku – „Ég faldi mig á bak við súlu og grét“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. september 2018 19:30

Svo sannarlega dapurleg sjón að sjá Hallee eina við veisluborðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla fréttin: Nú þegar skólarnir eru nýlega byrjaðir er viðeigandi að birta frétt sem vakti mikla athygli. Hún segir frá einhverfri 18 ára stúlka sat ein til borðs og grét yfir afmæliskökunni sinni á afmælisdaginn sinn eftir að enginn þeirra 20 vina hennar, sem hún hafði boðið í afmælið, mætti Hún hafði boðið vinum sínum og skólafélögum í keilu og köku í tilefni dagsins. Enginn lét svo lítið sem að mæta eða afboða sig.

Hallee Sorenson býr í Bangor í Maine í Bandaríkjunum. Hún er einhverf og er að sögn móður hennar með andlegan þroska á við 6 ára barn. Hallee blés til veglegrar afmælisveislu í júlí á síðasta ári og hlakkaði að vonum mikið til að vinir hennar og skólafélagar kæmu í veisluna.

Móðir hennar, Allyson Seel-Sorenson, tók síðan átakanlega ljósmynd af Hallee þar sem hún sat ein við veisluborðið, með partýhatt á höfðinu, með afmælistertuna fyrir framan sig því hún vissi ekki hvað hún gat gert annað.

„Ég faldi mig á bak við súlu og grét, ég sendi manninum mínum þessa mynd og spurði hann hvað við ættum að gera. Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja henni.“

Sagði Allyson og bætti við:

„Loksins vildi dóttir mín halda upp á afmælið sitt með vinum sínum, hún var svo spennt og það vorum við líka. En síðan kom enginn.“

Svo sannarlega dapurleg sjón að sjá Hallee eina við veisluborðið.

Myndin var birt þegar næstum eitt ár var liðið frá  þessum ömurlega afmælisdegi, þar sem í ljós kom hverjir eru sannir vinir og hverjir ekki, en myndin af Hallee, sitjandi ein við veisluborðið en eftir að myndin var birt fór hún á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það gerðist eftir að frænka hennar deildi myndinni á Facebook í þeirri von að Hallee þurfi ekki að halda ein upp á afmælið sitt nú í júlí.

Rebecca Lyn notaði mátt samfélagsmiðla til að vekja athygli á málinu og til að biðja fólk að senda Hallee afmæliskort til að gleðja hana á afmælisdaginn og gera hann ógleymanlegan.

„Hún er bara einstaklingur sem er með einhverfu. Hún hefur aldrei látið það litla atriði skilgreina sig sem einstakling og því vil ég ekki nota það til að lýsa henni.“

Rebecca starfaði sem neyðarvörður í Massachussetts og vonaðist hún til að vinnufélagar hennar myndu deila færslu hennar og það myndi verða til að nokkrir slökkviliðs- og lögreglumenn myndu senda Hallee afmæliskort, hún átti enga von á þeirri miklu athygli sem fylgdi í kjölfarið.

Mæðgurnar á sínum tíma

Í kjölfarið bárust ótal afmæliskort og var stúlkan í skýjunum.  „Hún er með andlegan þroska á við sex ára barn svo þetta verður mjög spennandi fyrir hana. Hún elskar að fá póst sem er stílaður á hana.“

Hallee bætti við: „Þegar hún sér myndina af sér í veislunni á síðasta ári lítur hún alltaf undan. Hún segir: „Ég var alein“ og það nístir hjarta mitt,“ sagði móðir hennar um þennan erfiða dag. Bleikt minnir á þessa sögu í tilefni þess að skólarnir eru nú byrjaðir og enginn á að þurfa upplifa það sem þessi stúlka gekk í gegnum. Það á enginn að þurfa að sitja einn og dapur við afmælisborðið að fagna fæðingardeginum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“