fbpx
Bleikt

Síðustu augnablik gæludýra við svæfingu – Þurfa huggun eigenda sinna

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 11. september 2018 11:00

Að missa gæludýr getur verið virkilega sárt og erfitt fyrir marga. Oft á tíðum lítur fólk á gæludýrið sem hluta af fjölskyldunni og sársaukinn við að missa það getur því orðið óbærilegur.

Því miður virðist það vera algengt að fólki finnist sársaukinn svo vondur að þegar kemur að því að svæfa dýrið, þá taka þau ákvörðun um að vera ekki til staðar til þess að horfa upp á það.

„Ég spurði dýralækninn minn hvað væri erfiðasti hlutinn við starfið hans og hann sagði að það væri að þegar hann væri að svæfa dýr þá tækju 90% af fólki þá ákvörðun um að vera ekki inni í herberginu á meðan. Þannig að síðustu augnablik gæludýrsins eru þegar þau eru í hræðslu sinni að leita að eiganda sínum í herberginu, þetta braut hjarta mitt.“ skrifaði Jessi Dietrich í Twitterfærslu sem vakti mikla athygli fyrr á þessu ári og Daily mail greindi frá.

Gæludýrin þurfa huggun eigenda

Mikið af fólki brást við færslunni og meðal þeirra voru dýralæknar sem hvöttu fólk til þess að skilja dýrið ekki eftir eitt:

„Ég vill biðja ykkur um að skilja gæludýrið ekki eftir eitt. Ekki láta þau deyja ein inni í hergergi fullu af fólki sem þau þekkja ekki á stað sem þeim líkar ekki við. Það sem fólk þarf að vita er að gæludýrin ykkar leita að ykkur eftir að þið farið fram. Þau skoða hvert einasta andlit í herberginu og vonast til þess að sjá eiganda sinn. Þau skilja ekki afhverju þú skildir þau eftir þegar þau eru veik, hrædd, gömul eða að deyja úr krabbameini og þau þurfa ykkar huggun. Ekki gugna á þessu bara vegna þess að þér finnst þetta vera of erfitt fyrir þig,“ skrifuðu dýralæknar frá Hillcrest dýraspítalanum í Suður Afríku við færslu Jessi.

Lauren Bugeja, dýralæknir frá Melbourne sagði að stundum geti augnablikið þegar gæludýr deyja verið of erfitt fyrir eigendur sem gerir það að verkum að þau verði í of miklu uppnámi til þess að vera viðstödd. Í þeim kringumstæðum hvetur hún fólk til þess að bíða frekar frammi enda myndi hún aldrei ráðleggja fólki að skaða sína eigin heilsu.

Hins vegar segir hún að þegar eigendur séu ekki viðstaddir að þá séu meiri líkur á því að gæludýrið hafi áhyggjur þar sem þau vita ekki hvar þau eru og hvetur hún fólk til þess að vera til staðar ef andleg heilsa þeirra leyfir.

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?